Vorboðar Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2008 07:00 Spennan er gríðarleg. Það þarf að greiða hárið í fallegan hnút, yfirfara skóna og mæta tímanlega. Í kvöld verður hin árlega vorsýning balletskóla Sigríðar Ármann. Þau átta ár sem við höfum notið sýningarinnar hefur aldrei brugðist að ég verð djúpt snortin. Ástæðan er ekki einungis móðurstoltið því satt að segja hefur komið fyrir að við höfum ekki komið auga á dóttur okkar á sviðinu því mikil leynd hvílir yfir sýningunni þannig að við vitum ekki í hvaða atriði hún er. Þær eru allar jafn yndislegar, hvort sem ég á þær eða ekki. Ég dáist alltaf jafn mikið að Ástu skólastýru og kennarahópnum hennar sem heldur uppi vinnugleði með ástríkum aga allan veturinn og setur upp sýningu hvert vor í Borgarleikhúsinu sem allir mega vera stoltir af. Í næstu viku verður skautasýningin. Á þá sýningu mætum við með teppi. Við dáumst að framförum hópsins, dugnaði þjálfaranna og foreldrafélagsins sem lyftir grettistaki í sjálfboðavinnu. Það er frábært að fylgjast með hópnum og gleðin lýsir af hverju andliti. Þá eru ótaldir vortónleikarnir. Sú yngri er að ljúka forskólanum í Tónskóla Sigursveins og ég get ekki beðið eftir því að litli frændinn hefji þar nám svo ég geti aftur notið þeirra forréttinda að fylgjast með náminu hjá Elvu Lilju í gegnum áhugasaman nemanda. Ég hef aldrei séð áhugalausan nemanda á tónleikum forskólans og hef ég sótt þá marga. Sjálf get ég ekki klappað í takt og dáist að því hvað kennararnir ná út úr hópnum. Næsta vetur verða báðar dæturnar farnar að læra á hljóðfæri, þeir tónleikar eru öðruvísi en líka skemmtilegir. Reyndar ergi ég mig á foreldrum sem hlusta aðeins á sín eigin börn og laumast svo út. Á góðum degi finn ég afsökun fyrir þá (þeir þurfa kannski að fara í sjúkraheimsókn eða á aðra tónleika) en þegar dagsformið er ekki sem best finnst mér þeir óttalegir dónar. Um síðustu helgi var haldin ráðstefna sjálfstæðra skóla. Balletskólinn og Tónskólinn voru ekki á dagskrá, enda einungis leik- og grunnskólar í því félagi. Dætur mínar hafa verið mjög ánægðar í ófrjálsu leik- og grunnskólunum sem þær hafa stundað nám í. Þær eru alsælar í frjálsa ballett- og tónskólanum sínum en allir skólarnir þeirra uppfylla svo sannarlega kröfuna um gleði í skólastarfi sem var yfirskrift ráðstefnunnar. Það er allt of lítið rætt um það merkilega skólastarf sem fram fer utan leik- og grunnskólans og hefur afgerandi áhrif á börnin okkar. Það er synd að öll börn skuli ekki eiga kost á því að njóta þess sem þar er boðið upp á, sum vegna bágrar efnahagslegrar stöðu foreldranna önnur vegna sinnuleysis þeirra. Þetta er líka spurning um val eins og móðir þríburanna sagði í búningsherberginu í ballettskólanum forðum. Á vorsýningunum hugsa ég ekki um vesenið í kringum skutlið, erfiðleikana við að vakna, æfingarnar heima eða peningana sem fóru í þetta. Ég sé hamingjusöm börn sem hafa fengið fleiri tækifæri til að þroskast og ég trúi því að það geri þau og okkur foreldrana að betri manneskjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Vigfúsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Spennan er gríðarleg. Það þarf að greiða hárið í fallegan hnút, yfirfara skóna og mæta tímanlega. Í kvöld verður hin árlega vorsýning balletskóla Sigríðar Ármann. Þau átta ár sem við höfum notið sýningarinnar hefur aldrei brugðist að ég verð djúpt snortin. Ástæðan er ekki einungis móðurstoltið því satt að segja hefur komið fyrir að við höfum ekki komið auga á dóttur okkar á sviðinu því mikil leynd hvílir yfir sýningunni þannig að við vitum ekki í hvaða atriði hún er. Þær eru allar jafn yndislegar, hvort sem ég á þær eða ekki. Ég dáist alltaf jafn mikið að Ástu skólastýru og kennarahópnum hennar sem heldur uppi vinnugleði með ástríkum aga allan veturinn og setur upp sýningu hvert vor í Borgarleikhúsinu sem allir mega vera stoltir af. Í næstu viku verður skautasýningin. Á þá sýningu mætum við með teppi. Við dáumst að framförum hópsins, dugnaði þjálfaranna og foreldrafélagsins sem lyftir grettistaki í sjálfboðavinnu. Það er frábært að fylgjast með hópnum og gleðin lýsir af hverju andliti. Þá eru ótaldir vortónleikarnir. Sú yngri er að ljúka forskólanum í Tónskóla Sigursveins og ég get ekki beðið eftir því að litli frændinn hefji þar nám svo ég geti aftur notið þeirra forréttinda að fylgjast með náminu hjá Elvu Lilju í gegnum áhugasaman nemanda. Ég hef aldrei séð áhugalausan nemanda á tónleikum forskólans og hef ég sótt þá marga. Sjálf get ég ekki klappað í takt og dáist að því hvað kennararnir ná út úr hópnum. Næsta vetur verða báðar dæturnar farnar að læra á hljóðfæri, þeir tónleikar eru öðruvísi en líka skemmtilegir. Reyndar ergi ég mig á foreldrum sem hlusta aðeins á sín eigin börn og laumast svo út. Á góðum degi finn ég afsökun fyrir þá (þeir þurfa kannski að fara í sjúkraheimsókn eða á aðra tónleika) en þegar dagsformið er ekki sem best finnst mér þeir óttalegir dónar. Um síðustu helgi var haldin ráðstefna sjálfstæðra skóla. Balletskólinn og Tónskólinn voru ekki á dagskrá, enda einungis leik- og grunnskólar í því félagi. Dætur mínar hafa verið mjög ánægðar í ófrjálsu leik- og grunnskólunum sem þær hafa stundað nám í. Þær eru alsælar í frjálsa ballett- og tónskólanum sínum en allir skólarnir þeirra uppfylla svo sannarlega kröfuna um gleði í skólastarfi sem var yfirskrift ráðstefnunnar. Það er allt of lítið rætt um það merkilega skólastarf sem fram fer utan leik- og grunnskólans og hefur afgerandi áhrif á börnin okkar. Það er synd að öll börn skuli ekki eiga kost á því að njóta þess sem þar er boðið upp á, sum vegna bágrar efnahagslegrar stöðu foreldranna önnur vegna sinnuleysis þeirra. Þetta er líka spurning um val eins og móðir þríburanna sagði í búningsherberginu í ballettskólanum forðum. Á vorsýningunum hugsa ég ekki um vesenið í kringum skutlið, erfiðleikana við að vakna, æfingarnar heima eða peningana sem fóru í þetta. Ég sé hamingjusöm börn sem hafa fengið fleiri tækifæri til að þroskast og ég trúi því að það geri þau og okkur foreldrana að betri manneskjum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun