Samstarf Williams og Baugs í hættu? 24. október 2008 11:37 Frank Williams hefur átt góð samskipti við íslenska stuðningsaðila síðustu misseri. Adam Parr hjá Williams segir að Formúlu 1 lið hafi sofnað á verðinum varðandi það að minnka kostnað keppnisliða í mótum. Hann segir stöðu Williams gagnvart Baugi óljósa sem stendur. Efnahagsþrengingar hafa haft áhrif víða og Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af því. Mörg keppnislið óttast að missa auglýsingatekjur vegna efnhagskreppunar og forráðamenn liðanna hafa fundað um málið síðustu vikur. Talið er að hætta sé á því að auglýsendur dragi verulega saman seglin á næsta ári. Royal Bank of Scotland og Baugur Group hafa stutt dyggilega við Williams. Nokkur fyrirtæki innan Baugs Group hafa auglýst á bílum Williams síðustu misseri. "Ég veit ekki hvernig málin munu þróast með Baugi Group, en það eru viðskiptaaðilar innan þeirrar samsteypu sem auglýsa á bíl okkar. Það eru allt traust fyrirtæki í rekstri. Þess vegna var Philip Green tilbúinn að kaupa 2 miljarða í þeim. En hvað þetta þýðir fyrir okkur veit ég ekki", sagði Parr í samtali við Autosport vefsetrið. "Málið er að Baugur Group hefur unnið með bönkum sem eru í vandræðum og það er of snemmt að segja um hvernig málin munu þróast. En rekstur fyrirtækja Baugs hefur verið traustur", sagði Parr. Samstarf Williams og Baugs Group hefur verið mikið og Williams liðið hefur margsinnis komið hingað til lands til að kynna Formúlu 1. Mark Webber kom á vegum liðsinns, Nico Rosberg og Frank Williams kom einnig til landsins til kynningarstarfa. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Adam Parr hjá Williams segir að Formúlu 1 lið hafi sofnað á verðinum varðandi það að minnka kostnað keppnisliða í mótum. Hann segir stöðu Williams gagnvart Baugi óljósa sem stendur. Efnahagsþrengingar hafa haft áhrif víða og Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af því. Mörg keppnislið óttast að missa auglýsingatekjur vegna efnhagskreppunar og forráðamenn liðanna hafa fundað um málið síðustu vikur. Talið er að hætta sé á því að auglýsendur dragi verulega saman seglin á næsta ári. Royal Bank of Scotland og Baugur Group hafa stutt dyggilega við Williams. Nokkur fyrirtæki innan Baugs Group hafa auglýst á bílum Williams síðustu misseri. "Ég veit ekki hvernig málin munu þróast með Baugi Group, en það eru viðskiptaaðilar innan þeirrar samsteypu sem auglýsa á bíl okkar. Það eru allt traust fyrirtæki í rekstri. Þess vegna var Philip Green tilbúinn að kaupa 2 miljarða í þeim. En hvað þetta þýðir fyrir okkur veit ég ekki", sagði Parr í samtali við Autosport vefsetrið. "Málið er að Baugur Group hefur unnið með bönkum sem eru í vandræðum og það er of snemmt að segja um hvernig málin munu þróast. En rekstur fyrirtækja Baugs hefur verið traustur", sagði Parr. Samstarf Williams og Baugs Group hefur verið mikið og Williams liðið hefur margsinnis komið hingað til lands til að kynna Formúlu 1. Mark Webber kom á vegum liðsinns, Nico Rosberg og Frank Williams kom einnig til landsins til kynningarstarfa.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira