Bjargvættir eða fargvættir Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. júní 2008 06:00 Andspænis ísbirni er fyrsta hugsun Íslendings ekki sú að knúsa hann - að minnsta kosti ekki skagfirsks karlmanns sem á byssu. Ísbjörninn er vissulega tákn fyrir náttúruna í augum þjóðarinnar, en sú náttúra er ekki góð í sjálfri sér þótt hún kunni að vera fögur og mikilfengleg. Þvert á móti er hún viðsjál og ógnandi - og óútreiknanleg. Í hefðbundnum íslenskum hugarheimi er maðurinn ekki algóður verndari og vinur alls sem er heldur eitt dýrið sem á í samkeppni við hin. Ísbjörninn er óvinur þinn og keppinautur sem þér ber að sýna þá sjálfsögðu virðingu að útmá. Réttupphend sem...Við munum rökin fyrir hvaladrápinu: þeir eru að klára fiskinn í sjónum - og er því þá látið ósvarað hvernig fiskigengd hélst við Ísland allar þær aldir þegar engar voru hvalveiðar hér við land. Svo rammt kvað að þessari hugmyndafræði fyrir nokkrum árum að sett var á fót útrýmingaráætlun á selum með þeim rökum að þeir bæru í sér hringorm (sem farið var að kalla selorm) og var kenningin sú að ormurinn bærist úr selunum í þorskinn. Aftur voru inngrip og afskipti mannsins - dráp hans - talin grundvallarforsenda fyrir jafnvægi í náttúrunni. Þau sárafáu spendýr sem hér skrimta utan forræðis og seilingar manna eru sjálfkrafa ógn við mannfólkið samkvæmt þessari hugmyndafræði - og réttdræp hvar sem til þeirra næst og eiga sér engan tilverurétt. Í ísbjarnarmálinu lýstur tveimur samfélögum saman með óvenju skýrum hætti: samfélagi veiðimanna og samfélagi ímyndarsmiða. Náttúrubörnum og náttúruverndarfólki. Dreifbýlisfólki og þéttbýlisfólki. Nýtingarsinnum og friðunarsinnum. Þeir sem líta umfram allt á náttúruna sem fjandsamlegt afl hafa að sjálfsögðu ýmislegt til síns máls eins og skjálftarnir á Suðurlandi vitna um; náttúran er hér á landi bæði gjöful og ógnvænleg, hún er lifandi og ískyggilegt afl en ekki endilega góð og göfug í eðli sínu. En óneitanlega hvarflar þó að manni að við lifum fjörbrot þessarar hugmyndafræði. Erlendir fjölmiðlar hafa leitt að því sannfærandi rök að útflutningur Kristjáns Loftssonar á hvalkjöti til Japans sé bara blekkingarleikur - þar sé enginn raunverulegur kaupandi og þetta sé einungis tilfærsla frá einum frystigámnum í annan, til þess ætluð að slá ryki í augu fólks og telja því trú um að til séu markaðir fyrir þetta einkennilega kjöt. Réttupphend sem langar í hvalkjöt... Allar skyttur Skagafjarðar Umhverfisráðherra átti vitaskuld erfitt með að ganga í berhögg við það mat heimamanna að ísbjörninn væri farinn að gera sig líklegan til mannvíga ("hann var farinn að hnusa svona út í loftið," sögðu þeir í sjónvarpinu). Að vísu sögðu aðrir að hann hefði verið skotinn vegna þess að hann hefði verið að hlaupa burt frá fólki og væri alveg að hverfa í þokuna. Ekki er gott að segja hvort menn hafa talið að þar með væri hann endanlega týndur og tröllum gefinn - maður hefði haldið að þegar þokunni létti myndi nútímatækni gera mönnum kleift að finna slíkt dýr. Og loks sögðu þeir að ekki hefði verið til deyfilyf á landinu, sem reyndist að vísu ekki rétt. Þarna voru mættar allar skyttur Skagafjarðar, hver annarri skotglaðari. Ekki á hverjum degi sem maður kemst í slíka veiði. Og menn virðast hafa sannfært hver annan á augabragði um nauðsyn þess að vega dýrið - og sjálfsagt ekki verið erfitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Andspænis ísbirni er fyrsta hugsun Íslendings ekki sú að knúsa hann - að minnsta kosti ekki skagfirsks karlmanns sem á byssu. Ísbjörninn er vissulega tákn fyrir náttúruna í augum þjóðarinnar, en sú náttúra er ekki góð í sjálfri sér þótt hún kunni að vera fögur og mikilfengleg. Þvert á móti er hún viðsjál og ógnandi - og óútreiknanleg. Í hefðbundnum íslenskum hugarheimi er maðurinn ekki algóður verndari og vinur alls sem er heldur eitt dýrið sem á í samkeppni við hin. Ísbjörninn er óvinur þinn og keppinautur sem þér ber að sýna þá sjálfsögðu virðingu að útmá. Réttupphend sem...Við munum rökin fyrir hvaladrápinu: þeir eru að klára fiskinn í sjónum - og er því þá látið ósvarað hvernig fiskigengd hélst við Ísland allar þær aldir þegar engar voru hvalveiðar hér við land. Svo rammt kvað að þessari hugmyndafræði fyrir nokkrum árum að sett var á fót útrýmingaráætlun á selum með þeim rökum að þeir bæru í sér hringorm (sem farið var að kalla selorm) og var kenningin sú að ormurinn bærist úr selunum í þorskinn. Aftur voru inngrip og afskipti mannsins - dráp hans - talin grundvallarforsenda fyrir jafnvægi í náttúrunni. Þau sárafáu spendýr sem hér skrimta utan forræðis og seilingar manna eru sjálfkrafa ógn við mannfólkið samkvæmt þessari hugmyndafræði - og réttdræp hvar sem til þeirra næst og eiga sér engan tilverurétt. Í ísbjarnarmálinu lýstur tveimur samfélögum saman með óvenju skýrum hætti: samfélagi veiðimanna og samfélagi ímyndarsmiða. Náttúrubörnum og náttúruverndarfólki. Dreifbýlisfólki og þéttbýlisfólki. Nýtingarsinnum og friðunarsinnum. Þeir sem líta umfram allt á náttúruna sem fjandsamlegt afl hafa að sjálfsögðu ýmislegt til síns máls eins og skjálftarnir á Suðurlandi vitna um; náttúran er hér á landi bæði gjöful og ógnvænleg, hún er lifandi og ískyggilegt afl en ekki endilega góð og göfug í eðli sínu. En óneitanlega hvarflar þó að manni að við lifum fjörbrot þessarar hugmyndafræði. Erlendir fjölmiðlar hafa leitt að því sannfærandi rök að útflutningur Kristjáns Loftssonar á hvalkjöti til Japans sé bara blekkingarleikur - þar sé enginn raunverulegur kaupandi og þetta sé einungis tilfærsla frá einum frystigámnum í annan, til þess ætluð að slá ryki í augu fólks og telja því trú um að til séu markaðir fyrir þetta einkennilega kjöt. Réttupphend sem langar í hvalkjöt... Allar skyttur Skagafjarðar Umhverfisráðherra átti vitaskuld erfitt með að ganga í berhögg við það mat heimamanna að ísbjörninn væri farinn að gera sig líklegan til mannvíga ("hann var farinn að hnusa svona út í loftið," sögðu þeir í sjónvarpinu). Að vísu sögðu aðrir að hann hefði verið skotinn vegna þess að hann hefði verið að hlaupa burt frá fólki og væri alveg að hverfa í þokuna. Ekki er gott að segja hvort menn hafa talið að þar með væri hann endanlega týndur og tröllum gefinn - maður hefði haldið að þegar þokunni létti myndi nútímatækni gera mönnum kleift að finna slíkt dýr. Og loks sögðu þeir að ekki hefði verið til deyfilyf á landinu, sem reyndist að vísu ekki rétt. Þarna voru mættar allar skyttur Skagafjarðar, hver annarri skotglaðari. Ekki á hverjum degi sem maður kemst í slíka veiði. Og menn virðast hafa sannfært hver annan á augabragði um nauðsyn þess að vega dýrið - og sjálfsagt ekki verið erfitt.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun