Viðskipti innlent

Atorka hækkar mest í Kauphöllinni á rólegum degi

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group. Mynd/Hörður
Gengi hlutabréfa í Atorku hækkaði um 4,55 prósent í Kauphöllinni á fyrsta stundarfjórðungi dagsins. Þá fór gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri upp um 1,07 prósent og í Eimskipafélaginu um 0,76 prósent. Sex viðskipti hafa átt sér stað upp á rétt rúma 1,3 milljónir króna. Aðrar hreyfingar hafa ekki verið á hlutabréfum í Kauphöllinni. Úrvalsvísitala hækkaði um 0,16 prósent og stendur Úrvalsvísitalan í 642 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×