Körfubolti

Verðum klárir í oddaleikinn

Mynd/Arnþór

"Já, auðvitað eru þetta eru vonbrigði. Við vorum bara ekki nógu harðir í dag og spiluðum illa, þetta var lélegt hjá okkur," sagði Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR í samtali við Stöð 2 Sport eftir tap ÍR gegn Keflavík í kvöld.

"Við byrjuðum vel en þegar við fórum að skipta inná, datt botninn pínulítið úr þessu hjá okkur. Keflvíkingar fengu hinsvegar mikið inn af bekknum hjá sér. Bitið fór dálítið úr þessu hjá okkur þegar við misstum menn í villuvandræði og þurftum að fara að skipta mönnum af velli," sagði Jón Arnar.

En hvernig tilhugsun er að fara í oddaleik í Keflavík?

"Keflvíkingar eru búnir að spila miklu betur en við þessa tvo síðustu leiki og ákveðinn meðbyr með þeim, en þetta er oddaleikur. Þetta er bara einn leikur sem verður eins og bikarúrslitaleikur og við unnum KR úti í oddaleik og því verðum við klárir í þennan leik," sagði Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×