Blandið öllu saman, hellið yfir lundirnar og látið standa í 6 klst. í kæli. Grillið við meðalhita í 4-5 mín á hvorri hlið.
Maíssalsa
Setjið maísinn í pott og kraumið í 4-5 mín, kælið. Setjið allt í skál og blandið saman og látið standa í 1 klst.
Tapenade smjör
Setjið smjör, ansjósur, hvítlauk, sítrónubörk og chili í matvinnsluvél og maukið, bætið þá við ólífum og salti og pipar, maukið aðeins áfram, setjið í skál og kælið í 1 klst.
Hráefni
1 kg lambalundir
1 dós Cape olive groove
5 dl jómfrúarolía
5 msk sojasósa
Maíssalsa
250 g frosinn maís
500 g tómatar, saxaðir
150 g vorlaukur
2 msk saxaður kóríander
1-2 msk saxaður Chipotle pipar
1 msk rauðvínsedik
½ tsk saxaður hvítlaukur
¼ tsk salt
Tapenade smjör
250 g ósaltað smjör (við stofuhita)
4 ansjósuflök
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 tsk saxaður sítrónubörkur
nokkrar þurrkaðar chiliflögur
2 ½ dl Nicoise ólífur saxaðar
sjávarsalt og nýmalaður pipar
