Viðskipti innlent

Vísitölur í Evrópu beggja vegna núllsins - en lokað hér

Miðlarar í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi en þar hefur aðalvísitalan lækkað um 0,10 prósent á fyrsta viðskiptadegi ársins.
Miðlarar í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi en þar hefur aðalvísitalan lækkað um 0,10 prósent á fyrsta viðskiptadegi ársins. Mynd/AFP

Helstu hlutabréfavísitölur úti í hinum stóra heimi hafa tekið misjafnlega við sér á fyrsta viðskiptadegi ársins. Hlutabréfamarkaðurinn í Kauphöll Íslands er hins vegar lokaður í dag og opnar ekki fyrr en á morgun.

Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,65 prósent í dag og Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um 0,91 prósent á meðan FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 0,42 prósent og Dax-vísitalan í Frakklandi um 0,7 prósent.

Þá hefur gengi vísitalna hækkað nokkuð á Norðurlöndunum í dag. Vísitalan í Noregi hefur hækkað um 0,42 prósent og C20-vísitalan í Kaupmannahöfn í Danmörku um 0,27 prósent á sama tíma og aðalvísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur lækkað um 0,04 prósent.

Fyrsti viðskiptadagurinn í Kauphöll Íslands er á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×