Sport

Íslenska liðið lauk keppni í dag

Íslenska badmintonlandsliðið hefur lokið keppni á EM í Danmörku. Það varð ljóst eftir að liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í tvíliðaleik karla nú síðdegis.

Bjarki Stefánsson og Atli Jóhannesson töpuðu fyrir dönsku spilurunum Jens Eriksen og Martin Hansen, en þeir urðu Evrópumeistarar árið 2006. Danirnir höfðu sigur 21-9 og 21-10.

Þá töpuðu Íslandsmeistararnir í tvíliðaleik, Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason, fyrir Englendingunum Christopher Adcock og Dean George 21-10 og 21-17.

Þátttöku íslenska liðsins er sem sagt lokið á Evrópumótinu, en það náði 13. sæti í liðakeppninni og vann nokkra góða sigra í einstaklingskeppninni. Úrslit mótsins fara fram um helgina. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×