Ætli ég fái ekki kauphækkun 4. júní 2008 17:42 Magnús Gunnarsson hefur lyft sínum síðasta bikar með Keflavík - í bili Mynd/Heiða Magnús Þór Gunnarsson hefur leikið allan sinn feril með Keflavík, en í kvöld gengur hann formlega í raðir erkifjendanna í Njarðvík. Vísir spurði Magnús hvernig tilhugsun það væri að fara að spila í grænu. Magnús sagði í samtali við Vísi fyrir nokkru að 80% líkur væru á því að hann myndi framlengja við Keflavík, en bætti þó við að það hefði lengi freistað hans að breyta til. Þessar vangaveltur hans eru nú orðnar að veruleika, en hvernig datt Magnúsi í hug að ganga í raðir Njarðvíkinga? "Þeir eru nú ófáir búnir að spyrja mig að þessu í dag," sagði Magnús léttur í bragði þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Mig langaði rosalega að fara frá Keflavík í fyrra og þá bara til að prófa eitthvað nýtt, en þá ákvað ég að vera áfram af því ég var svo ósáttur við hvað við vorum lélegir árið á undan. Mig langaði frekar að taka eitt ár enn þar sem við værum góðir og næðum titlinum aftur og það tókst. Svo kom þetta tilboð frá Njarðvík og ég bara ákvað að stökkva á það," sagði Magnús. "Mig langaði bara að breyta til og það er þægilegt fyrir mig að þurfa ekki að flytja eða neitt þannig. Þetta er áskorun fyrir mig og ég held að við eigum að geta verið með mjög gott lið í Njarðvík. Ef þetta gengur ekki upp, þá bara kem ég í Keflavík aftur á næsta ári ef ég verð velkominn aftur," sagði Magnús. Honum líst vel á að spila fyrir Val Ingimundarson, sem eins og flestir vita er bróðir Sigurðar Ingimundarsonar hjá Keflavík. "Mér líst mjög vel á að spila fyrir Val. Það hefur verið frábært að spila fyrir Sigga og ef Valur kemst eitthvað nálægt því að vera eins góður þjálfari og bróðir hans, erum við í góðum málum," sagði Magnús. En hvernig tók Sigurður þjálfari Keflavíkur í þessi tíðindi? "Ég hringdi auðvitað fyrst í hann og hann var frekar fúll með þetta, en eins og hann sagði sjálfur, þá erum við báðir fagmenn og reynum bara að gera það sem við höldum að sé best að gera fyrir okkur sjálfa." Við spurðum Magnús hvort peningar hefðu spilað eitthvað inn í ákvörðun hans um að fara til Njarðvíkur. "Peningar hafa auðvitað alltaf eitthvað með þetta að gera, en svo var í rauninni ekki hjá mér. Það sem mestu skiptir hjá mér í þessu sambandi var að ég þurfti ekki að flytja neitt og gat verið í sömu vinnu. Það er nú líka einu sinni þannig að fyrirtækið sem ég vinn hjá er í eigu Njarðvíkinga, svo þeir eru hæst ánægðir. Ætli ég fái ekki launahækkun frá þeim frekar en frá Njarðvík. Nú segja þeir bara já já og amen ef maður þarf að hætta snemma," sagði Magnús hlæjandi. En verður ekki skrítið að klæðast græna búningnum og spila sem gestur í Sláturhúsinu? "Ætli fólk þurfi ekki bara að venjast því að sjá mig í grænu. Það verður rosalegt að koma og spila í Keflavík og ég get eiginlega ekki beðið eftir fyrsta leiknum í Sláturhúsinu. Ég hugsa að stuðningsmenn Keflavíkur láti vel í sér heyra og ef kyndingarnar verða innan skynsamlegra marka hjá þeim - mun ég bara eflast við mótlætið," sagði Magnús. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson hefur leikið allan sinn feril með Keflavík, en í kvöld gengur hann formlega í raðir erkifjendanna í Njarðvík. Vísir spurði Magnús hvernig tilhugsun það væri að fara að spila í grænu. Magnús sagði í samtali við Vísi fyrir nokkru að 80% líkur væru á því að hann myndi framlengja við Keflavík, en bætti þó við að það hefði lengi freistað hans að breyta til. Þessar vangaveltur hans eru nú orðnar að veruleika, en hvernig datt Magnúsi í hug að ganga í raðir Njarðvíkinga? "Þeir eru nú ófáir búnir að spyrja mig að þessu í dag," sagði Magnús léttur í bragði þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Mig langaði rosalega að fara frá Keflavík í fyrra og þá bara til að prófa eitthvað nýtt, en þá ákvað ég að vera áfram af því ég var svo ósáttur við hvað við vorum lélegir árið á undan. Mig langaði frekar að taka eitt ár enn þar sem við værum góðir og næðum titlinum aftur og það tókst. Svo kom þetta tilboð frá Njarðvík og ég bara ákvað að stökkva á það," sagði Magnús. "Mig langaði bara að breyta til og það er þægilegt fyrir mig að þurfa ekki að flytja eða neitt þannig. Þetta er áskorun fyrir mig og ég held að við eigum að geta verið með mjög gott lið í Njarðvík. Ef þetta gengur ekki upp, þá bara kem ég í Keflavík aftur á næsta ári ef ég verð velkominn aftur," sagði Magnús. Honum líst vel á að spila fyrir Val Ingimundarson, sem eins og flestir vita er bróðir Sigurðar Ingimundarsonar hjá Keflavík. "Mér líst mjög vel á að spila fyrir Val. Það hefur verið frábært að spila fyrir Sigga og ef Valur kemst eitthvað nálægt því að vera eins góður þjálfari og bróðir hans, erum við í góðum málum," sagði Magnús. En hvernig tók Sigurður þjálfari Keflavíkur í þessi tíðindi? "Ég hringdi auðvitað fyrst í hann og hann var frekar fúll með þetta, en eins og hann sagði sjálfur, þá erum við báðir fagmenn og reynum bara að gera það sem við höldum að sé best að gera fyrir okkur sjálfa." Við spurðum Magnús hvort peningar hefðu spilað eitthvað inn í ákvörðun hans um að fara til Njarðvíkur. "Peningar hafa auðvitað alltaf eitthvað með þetta að gera, en svo var í rauninni ekki hjá mér. Það sem mestu skiptir hjá mér í þessu sambandi var að ég þurfti ekki að flytja neitt og gat verið í sömu vinnu. Það er nú líka einu sinni þannig að fyrirtækið sem ég vinn hjá er í eigu Njarðvíkinga, svo þeir eru hæst ánægðir. Ætli ég fái ekki launahækkun frá þeim frekar en frá Njarðvík. Nú segja þeir bara já já og amen ef maður þarf að hætta snemma," sagði Magnús hlæjandi. En verður ekki skrítið að klæðast græna búningnum og spila sem gestur í Sláturhúsinu? "Ætli fólk þurfi ekki bara að venjast því að sjá mig í grænu. Það verður rosalegt að koma og spila í Keflavík og ég get eiginlega ekki beðið eftir fyrsta leiknum í Sláturhúsinu. Ég hugsa að stuðningsmenn Keflavíkur láti vel í sér heyra og ef kyndingarnar verða innan skynsamlegra marka hjá þeim - mun ég bara eflast við mótlætið," sagði Magnús.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira