Ný orð Guðmundur Steingrímsson skrifar 23. febrúar 2008 03:00 Nú í vikunni áttaði ég mig á því að í öllum fréttum og víða annars staðar úti í þjóðfélaginu var fólk að nota orð sem ég skildi ekki. Þetta er orðið "skuldatryggingarálag". Líkt og alltaf þegar svona staða kemur upp, og ég uppgötva að fólk er að nota orð sem ég skil ekki, reyni ég að láta lítið á bera, set upp píreygða, hugsandi svipinn minn og reyni að segja eitthvað um málið sem er nógu almennt, en þó ekki, til þess að hljóma gáfulega. ÉG held ég hafi þannig náð að halda nokkurrn veginn haus og komast skammlaust frá þeim samræðum þar sem "skuldatryggingarálag" bar á góma. Raunar grunaði mig að flestir þeir sem tóku þátt í þeim samræðum með mér, á götum úti, í heimahúsum eða annars staðar, hafi ekki heldur haft hugmynd um það hvað orðið þýddi. MÉR virðist raunar Íslendingar vera orðnir ansi lunknir í því, að taka sér svona ný orð í munn, sem hafa orðið til í veröld fjármálanna og hafa á sér tæknilegt yfirbragð. Um aldamótin síðustu var til dæmis annar hver maður með hugtök verðabréfamarkaðarins á hreinu og var um það bil að fara „að taka stöðu" í fyrirtæki. Svo um 2004 eða svo var öll þjóðin að tala um lán og vexti. Þá komu hugtök eins og "gengisáhætta" sterk inn. Mig grunar að þjóðin hafi gaman af því að láta svona orð leika sér í munni. Þau hljóma sannfærandi. BARA við það að segja orðið "skuldatryggingarálag" upphátt líður mér til dæmis miklu betur. Ég finn talsvert til mín, svo ekki sé talað um þegar ég næ að fylgja orðinu úr hlaði með réttum augnsvip og hárnákvæmri handahreyfingu. Slíkt steinliggur ef tímasetningin er rétt. SÍÐAN er það auðvitað alltaf dásamlegt andartak þegar maður loksins uppgötvar hvað svona orð þýðir. Það er í raun spennuþrungin athöfn. Var maður að nota orðið rétt eða var maður í ruglinu? Nú undir lok vikunnar komst ég að merkingu orðsins með því að lúslesa blaðagrein í einrúmi. Mér sýnist ég hafa hitt á rétta merkingu. BANKARNIR þykja semsagt varasamir í augum erlendra matsstofnanna. Þeir fá verri lánskjör. Þeir þykja standa á veiku grunni. "Hátt skuldatryggingarálag" er orðasamband ársins hingað til. Engin spurning. Allt er á niðurleið. Hvílíkir tímar. Sá eini sem græðir eitthvað er Birkir Jón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun
Nú í vikunni áttaði ég mig á því að í öllum fréttum og víða annars staðar úti í þjóðfélaginu var fólk að nota orð sem ég skildi ekki. Þetta er orðið "skuldatryggingarálag". Líkt og alltaf þegar svona staða kemur upp, og ég uppgötva að fólk er að nota orð sem ég skil ekki, reyni ég að láta lítið á bera, set upp píreygða, hugsandi svipinn minn og reyni að segja eitthvað um málið sem er nógu almennt, en þó ekki, til þess að hljóma gáfulega. ÉG held ég hafi þannig náð að halda nokkurrn veginn haus og komast skammlaust frá þeim samræðum þar sem "skuldatryggingarálag" bar á góma. Raunar grunaði mig að flestir þeir sem tóku þátt í þeim samræðum með mér, á götum úti, í heimahúsum eða annars staðar, hafi ekki heldur haft hugmynd um það hvað orðið þýddi. MÉR virðist raunar Íslendingar vera orðnir ansi lunknir í því, að taka sér svona ný orð í munn, sem hafa orðið til í veröld fjármálanna og hafa á sér tæknilegt yfirbragð. Um aldamótin síðustu var til dæmis annar hver maður með hugtök verðabréfamarkaðarins á hreinu og var um það bil að fara „að taka stöðu" í fyrirtæki. Svo um 2004 eða svo var öll þjóðin að tala um lán og vexti. Þá komu hugtök eins og "gengisáhætta" sterk inn. Mig grunar að þjóðin hafi gaman af því að láta svona orð leika sér í munni. Þau hljóma sannfærandi. BARA við það að segja orðið "skuldatryggingarálag" upphátt líður mér til dæmis miklu betur. Ég finn talsvert til mín, svo ekki sé talað um þegar ég næ að fylgja orðinu úr hlaði með réttum augnsvip og hárnákvæmri handahreyfingu. Slíkt steinliggur ef tímasetningin er rétt. SÍÐAN er það auðvitað alltaf dásamlegt andartak þegar maður loksins uppgötvar hvað svona orð þýðir. Það er í raun spennuþrungin athöfn. Var maður að nota orðið rétt eða var maður í ruglinu? Nú undir lok vikunnar komst ég að merkingu orðsins með því að lúslesa blaðagrein í einrúmi. Mér sýnist ég hafa hitt á rétta merkingu. BANKARNIR þykja semsagt varasamir í augum erlendra matsstofnanna. Þeir fá verri lánskjör. Þeir þykja standa á veiku grunni. "Hátt skuldatryggingarálag" er orðasamband ársins hingað til. Engin spurning. Allt er á niðurleið. Hvílíkir tímar. Sá eini sem græðir eitthvað er Birkir Jón.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun