Sport

Hopkins vill annað tækifæri gegn Calzaghe

Bernard Hopkins lemur á Kelly Pavlik um helgina.
Bernard Hopkins lemur á Kelly Pavlik um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Bernard Hopkins hefur óskað eftir því að fá annað tækifæri til að berjast við Joe Calzaghe frá Wales eftir að sá fyrrnefndi vann Kelly Pavlik um helgina.

Hopkins er 43 ára en náði engu að síður að leggja Pavlik á stigum. Þetta var fyrsti ósigur Pavlik á sínum ferli.

Hopkins og Calzaghe börðust í Las Vegas í apríl síðastliðnum en sú viðureign réðst einnig á stigagjöf dómaranna sem voru þó ekki allir sammála þá. Calzaghe hefur aldrei tapað bardaga á sínum atvinnumannaferli.

„Ég væri meira að segja til í að fara til Englands og berjast við hann þar ef hann vinnur Roy Jones í næsta mánuði," sagði Hopkins.

Hann bætti því við að sigur sinn um helgina hafi verið sá besti á ferlinum. „Ég vildi sýna að ég gæti enn gert þetta þrátt fyrir aldurinn."

Hopkins hélt heimsmeistaratign sinni í millivigt í heilan áratug og er einnig sá elsti í sögunni sem hefur unnið til meistaratignar í þeim þyngdarflokki.

Bardagi Calzaghe og Jones er beðið með mikilli eftirvæntingu en hann fer fram þann 8. nóvember næstkomandi.





Box

Tengdar fréttir

Allt er fertugum fært

Gamla brýnið Bernard Hopkins hefur greinilega ekki sagt sitt síðasta í hringnum. Hinn 43 ára gamli Hopkins vann í nótt auðveldan sigur á Kelly Pavlik, 26 ára gömlum WBC og WBO meistara í millivigt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×