Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni vann gullverðlaun í 100 og 400 metra hlaupi á Mestaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í dag. Keppnin fer fram á Laugardalsvelli.
Sveinn hljóp á 11,06 sekúndum í 100 metra hlaupinu og vann öruggan sigur. Í 400 metra hlaupinu hljóp hann á 49,59 sekúndum og varð rétt á undan Trausta Stefánssyni úr FH.
Sveinn mun á morgun keppa í 200 metra hlaupi.