Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert samning við Magnús Kára Jónsson um að hann þjálfi meistaraflokk kvenna í Gróttu næstu þrjú árin. Magnús hefur mikla reynslu sem þjálfari og þjálfaði hann árið 2006-2007 meistaraflokk kvenna í Fram.
Magnús Kári er núverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram og mun hann formlega taka við þjálfun kvennaliðs Gróttu 1. júní næstkomandi þegar Alfreð Örn Finnsson lætur af störfum.