Bíó og sjónvarp

Fleiri skrímsli frá del Toro

Sérfræðingur í Skrímslum Del Toro tekur að sér meiri hrylling.
Sérfræðingur í Skrímslum Del Toro tekur að sér meiri hrylling.

Guillermo del Toro, leikstjóri og framleiðandi mynda eins og Hellboy, Laberinto del fauno, eða Pan's Labyrinth, og The Orphanage hefur tekið að sér að framleiða endurgerð hryllings-sjónvarpsmyndarinnar Don't Be Afraid of the Dark. Teiknimyndahöfundurinn og teiknarinn Troy Nixey leikstýrir, en það er hans fyrsta leikstjórnarverkefni. „Það hefur alltaf verið draumur minn að vinna með Guillermo, hann er uppáhalds kvikmyndagerðarmaðurinn minn," sagði Nixey.

Don't Be Afraid of the Dark fjallar um litla stelpu sem er send til föður síns og nýrrar kærustu hans. Þar finnur hún undarlegar verur undir stiganum og brátt reyna þær hvað þær geta að draga hana inn í myrkrið. Miðað við stíl del Toro má búast við verum sem eru engum öðrum líkar, líkt og „handaskrímslið" í Laberinto del fauno. Myndin hefur áður verið gerð undir nafninu Nightmare. Framleiðsla nýju myndarinnar er á byrjunarstigi og gætu því fleiri framleiðendur bæst í hópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×