Tímarit.is stækkar og stækkar 29. nóvember 2008 02:45 Stefnt er að því að viðkvæmt dagblaðaefni fari allt af pappír og örfilmum á stafrænt form. Ný og endurbætt útgáfa vefjarins tímarit.is verður opnuð 1. desember nk. Nýja viðmótið er mun einfaldara en hið fyrra og gerir þennan vinsæla vef enn notendavænni en áður. Jafnframt verða fyrstu blöðin aðgengileg á PDF-sniði (m.a. Alþýðublaðið) en ætlunin er að allt safnið verði á því sniði í framtíðinni. Tímarit.is var upphaflega vestnorrænt samstarfsverkefni þjóðbókasafna Íslands, Færeyja og Grænlands sem hófst árið 2000. Um 260 titlar eru nú þegar aðgengilegir á vefnum, langflestir frá Íslandi en líka margir frá Færeyjum og Grænlandi. Upphaflega var miðað við öll blöð og tímarit útgefin fyrir 1920 en það breyttist fljótlega og nú er stefnan sú að veita aðgang að öllum íslenskum blöðum og tímaritum frá upphafi til okkar daga í samráði við útgefendur. Fyrsti áfanginn í þá átt var samningur safnsins við Árvakur, útgefanda Morgunblaðsins, um stafræna útgáfu allra árganga blaðsins til ársins 2000. Síðan þá hafa 365 miðlar bæst í hópinn ásamt mörgum fleirum og gert hefur verið samkomulag við Blaðamannafélag Íslands vegna blaða sem ekki eru lengur gefin út. Þegar hefur mikil vinna verið lögð í að ljósmynda gömlu flokksblöðin sem kepptu um blaðamarkaðinn lengst af á 20. öld; Þjóðviljann, Tímann, Morgunblaðið og Alþýðublaðið. Með nýja leitarviðmótinu er með einum smelli hægt að tengja á þá blaðsíðu sem verið er að skoða af ýmsum bloggþjónustum, msn, tölvupósti o.s.frv. Nýja leitarviðmótið er auk þess mun einfaldara og gerir fólki kleift að leita í öllum blöðunum í einu og þrengja síðan leitina eftir blaði og/eða ári, fletta gegnum blöðin og sjá hvaða daga mánaðarins blaðið kom út með dagatali sem birt er efst. Fram að þessu hefur þurft sérstakt forrit, Djvu, til að skoða flest blöðin en ætlunin er að setja allt safnið á PDF-snið með tíð og tíma. Nýtt timarit.is verður opnað mánudaginn 1. desember nk., á fjórtán ára afmæli Þjóðarbókhlöðunnar. Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Sjá meira
Ný og endurbætt útgáfa vefjarins tímarit.is verður opnuð 1. desember nk. Nýja viðmótið er mun einfaldara en hið fyrra og gerir þennan vinsæla vef enn notendavænni en áður. Jafnframt verða fyrstu blöðin aðgengileg á PDF-sniði (m.a. Alþýðublaðið) en ætlunin er að allt safnið verði á því sniði í framtíðinni. Tímarit.is var upphaflega vestnorrænt samstarfsverkefni þjóðbókasafna Íslands, Færeyja og Grænlands sem hófst árið 2000. Um 260 titlar eru nú þegar aðgengilegir á vefnum, langflestir frá Íslandi en líka margir frá Færeyjum og Grænlandi. Upphaflega var miðað við öll blöð og tímarit útgefin fyrir 1920 en það breyttist fljótlega og nú er stefnan sú að veita aðgang að öllum íslenskum blöðum og tímaritum frá upphafi til okkar daga í samráði við útgefendur. Fyrsti áfanginn í þá átt var samningur safnsins við Árvakur, útgefanda Morgunblaðsins, um stafræna útgáfu allra árganga blaðsins til ársins 2000. Síðan þá hafa 365 miðlar bæst í hópinn ásamt mörgum fleirum og gert hefur verið samkomulag við Blaðamannafélag Íslands vegna blaða sem ekki eru lengur gefin út. Þegar hefur mikil vinna verið lögð í að ljósmynda gömlu flokksblöðin sem kepptu um blaðamarkaðinn lengst af á 20. öld; Þjóðviljann, Tímann, Morgunblaðið og Alþýðublaðið. Með nýja leitarviðmótinu er með einum smelli hægt að tengja á þá blaðsíðu sem verið er að skoða af ýmsum bloggþjónustum, msn, tölvupósti o.s.frv. Nýja leitarviðmótið er auk þess mun einfaldara og gerir fólki kleift að leita í öllum blöðunum í einu og þrengja síðan leitina eftir blaði og/eða ári, fletta gegnum blöðin og sjá hvaða daga mánaðarins blaðið kom út með dagatali sem birt er efst. Fram að þessu hefur þurft sérstakt forrit, Djvu, til að skoða flest blöðin en ætlunin er að setja allt safnið á PDF-snið með tíð og tíma. Nýtt timarit.is verður opnað mánudaginn 1. desember nk., á fjórtán ára afmæli Þjóðarbókhlöðunnar.
Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Sjá meira