Eru ekki bara alltaf jólin? 30. ágúst 2008 00:01 Að undanförnu hafa borist fréttir sem fengið hafa hamingjustrauminn til að leika um þjóðina eins og ljúfur andvari. Sú fyrsta var á þá leið að taílensk fimm manna fjölskylda í Fellahverfinu hefði fengið stóra lottóvinninginn sem virtist aldrei ætla að ganga út. Við getum verið viss um að því fé verður ekki eytt í mengandi fjallajeppa sem aðeins verður notaður til Kringluferða. Ekki fyrr höfðum við jafnað okkur á láni Breiðhyltinga en íslenska landsliðið í handbolta vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum. Við fengum líka silfur í almennilegheitum þegar Keníamaðurinn Paul Ramses fékk að snúa aftur til Íslands. Ekki spurning að við skörtuðum nú gulli um háls ef við hefðum sleppt manninum við að dúsa þessar vikur suður á Ítalíu fjarri eiginkonu og bráðungum syni. Af lýsingunum að dæma dvaldi Paul Ramses víst ekki á lúxushótelinu Luna 4 við Lignano-strönd þar sem íslenskir ferðamenn flatmöguðu eitt sinn hver um annan þveran. En gleðin heldur áfram því innan skamms mætir hópur palestínskra kvenna og barna þeirra á Skagann. Ég heyri á frænkum mínum sem þar búa að heimamenn ætli að bíða þeirra með heitt á könnunni og upprúllaðar pönnukökur. Að minnsta kosti verður flóttamönnunum tekið vel. En það eru ekki alltaf jólin því í sömu fjölmiðlum og flutt hafa þessar góðu fréttir blasa við frásagnir um þrengingar á lánamarkaði, aukna verðbólgu og börn sem ganga sjálfala um bæinn þar sem ekki fæst starfsfólk á frístundaheimilin. Svo finnst ríkinu ljósmæður fullhysknar til að þær eigi skilið að fá laun í samræmi við menntun. Konur geta auðvitað bara jógað sig í gegnum fæðinguna. Það er annaðhvort í ökkla eða eyra. Heimsmynd blaðanna rímar fullkomlega við þunglyndislyfjaát þessarar hamingjusömustu þjóðar í heimi. Kreppan gefur okkur tilefni til að hægja ferðina og huga að því sem raunverulega skiptir máli. Í ljósi frétta síðustu vikna grunar mig að eftir nokkur ár eigum við eftir að líta aftur til þessa tíma og átta okkur á því að fyrst okkur bar gæfa til að deila því sem við þó áttum með öðrum hljótum við að hafa haft það alveg ágætt. Lífið lék við okkur og fór með okkur bæði í stórfiskaleik og fallna spýtu. Þá skiptir engu máli hver fór með sigur af hólmi, heldur að allir fái að vera með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Að undanförnu hafa borist fréttir sem fengið hafa hamingjustrauminn til að leika um þjóðina eins og ljúfur andvari. Sú fyrsta var á þá leið að taílensk fimm manna fjölskylda í Fellahverfinu hefði fengið stóra lottóvinninginn sem virtist aldrei ætla að ganga út. Við getum verið viss um að því fé verður ekki eytt í mengandi fjallajeppa sem aðeins verður notaður til Kringluferða. Ekki fyrr höfðum við jafnað okkur á láni Breiðhyltinga en íslenska landsliðið í handbolta vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum. Við fengum líka silfur í almennilegheitum þegar Keníamaðurinn Paul Ramses fékk að snúa aftur til Íslands. Ekki spurning að við skörtuðum nú gulli um háls ef við hefðum sleppt manninum við að dúsa þessar vikur suður á Ítalíu fjarri eiginkonu og bráðungum syni. Af lýsingunum að dæma dvaldi Paul Ramses víst ekki á lúxushótelinu Luna 4 við Lignano-strönd þar sem íslenskir ferðamenn flatmöguðu eitt sinn hver um annan þveran. En gleðin heldur áfram því innan skamms mætir hópur palestínskra kvenna og barna þeirra á Skagann. Ég heyri á frænkum mínum sem þar búa að heimamenn ætli að bíða þeirra með heitt á könnunni og upprúllaðar pönnukökur. Að minnsta kosti verður flóttamönnunum tekið vel. En það eru ekki alltaf jólin því í sömu fjölmiðlum og flutt hafa þessar góðu fréttir blasa við frásagnir um þrengingar á lánamarkaði, aukna verðbólgu og börn sem ganga sjálfala um bæinn þar sem ekki fæst starfsfólk á frístundaheimilin. Svo finnst ríkinu ljósmæður fullhysknar til að þær eigi skilið að fá laun í samræmi við menntun. Konur geta auðvitað bara jógað sig í gegnum fæðinguna. Það er annaðhvort í ökkla eða eyra. Heimsmynd blaðanna rímar fullkomlega við þunglyndislyfjaát þessarar hamingjusömustu þjóðar í heimi. Kreppan gefur okkur tilefni til að hægja ferðina og huga að því sem raunverulega skiptir máli. Í ljósi frétta síðustu vikna grunar mig að eftir nokkur ár eigum við eftir að líta aftur til þessa tíma og átta okkur á því að fyrst okkur bar gæfa til að deila því sem við þó áttum með öðrum hljótum við að hafa haft það alveg ágætt. Lífið lék við okkur og fór með okkur bæði í stórfiskaleik og fallna spýtu. Þá skiptir engu máli hver fór með sigur af hólmi, heldur að allir fái að vera með.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun