Formúla 1

Massa heiðraður í heimalandinu

Felipe Massa var heiðraður í Brasilíu fyrir framúrskarandi árangur, en hann varð í öðru sæti í sigakeppni ökumanna í Formúlu 1.
Felipe Massa var heiðraður í Brasilíu fyrir framúrskarandi árangur, en hann varð í öðru sæti í sigakeppni ökumanna í Formúlu 1. Mynd: Getty Images

Brasilíumaðurinn Felipe Massa var heiðraður í heimalandi sínu fyrir árangur í Formúlu 1. Massa hlaut Gullna hjálminn sem er veittur fyrir besta árangur kappakstursökumanns í Brasilíu.

Massa fékk þennan titil þriðja árið í röð, en kappakstur er geysilega vinsæll í Brasilíu. Massa veitti verðlaununum viðtöku eftir að hafa mætt í Ferrari mótttöku á Mugello brautinni á Ítalíu til að fagna titili bílasmiða með Ferrari.

Á verðlaunaafhendingunni í Brasilíu fékk Rubens Barrichello silfurhjálminn fyrir að vera sá ökumaður sem hefur keppt oftast í Formúlu 1, eðá 267 sinnum og Nelson Piquet fékk bronshjálminn fyrir fyrsta árið með Renault.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×