Fleiri virkjanir! Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 27. júní 2008 07:00 Enn fjölgar uppsögnum. Fátt er ömurlegra en fá uppsagnarbréf í hendur. Síðustu ár hefur að vísu verið auðvelt að útvega sér aðra vinnu, en það er smám saman að breytast. Samdráttur atvinnulífsins er að segja til sín. Hann var að sumu leyti fyrirsjáanlegur eftir hinar miklu virkjunarframkvæmdir á hálendinu. En Íslendingar voru svo óheppnir, að um leið skall á hörð lánsfjárkreppa í heiminum, og til að bæta gráu ofan á svart hækkuðu stórkostlega á alþjóðamarkaði tvær lífsnauðsynjar, matvæli og eldsneyti. Við getum ekki gert að þessum erfiðleikum. En það merkir ekki, að við getum ekkert gert til að minnka þá. Í kínversku má með einu pennastriki breyta táknunum fyrir kreppu í tákn fyrir tækifæri. Í fyrsta lagi er til hefðbundið úrræði, sem hagfræðingar mæla jafnan með í samdrætti. Það er að lækka skatta á fyrirtækjum og fólki. Þá eykst ráðstöfunarfé fólks og með því væntanlega fjárfesting og neysla. Bílar og hús verða ekki lengur óseljanleg. Nú er rétti tíminn til að lækka skatta myndarlega, til dæmis um 3% á fyrirtækjum, í 12%, og um 6% á þann hluta tekjuskattsins, sem ríkið fær, í 17%. Annað hefðbundið úrræði er til í niðursveiflu, að auka nytsamlegar framkvæmdir. Ég er enginn áhugamaður um opinberar framkvæmdir, en hlýt að viðurkenna, að nýlegar vegabætur á Reykjanesbraut og Suðurlandsvegi auðvelda lífið og tengja saman byggðir frá Snæfellsnesi í Vík í Mýrdal, svo að þær mynda allt að því einn markað, og það er æskilegt frá sjónarmiði frjálshyggjumanna séð. Því stærri sem markaðurinn er, því betri skilyrði eru til frjálsrar samkeppni. Þetta hefur raunar komið vel í ljós, því að talsvert er keppt um jarðir á þessu svæði, svo að þær hafa hækkað í verði. Samgöngubætur hafa margvíslegar aðrar jákvæðar afleiðingar, ekki allar sýnilegar eða mælanlegar. Þriðja úrræðið blasir við. Þar er tækifærið. Skyndilega hefur myndast skortur á orku í heiminum. Við Íslendingar eigum tvenns konar orkugjafa, fallvötnin og jarðvarmann, sem við höfum nýtt með góðum árangri. Þessir orkugjafar eru öðrum umhverfisvænni, einkum fallvötnin, og prýði er að þeim stöðuvötnum, sem myndast hafa á hálendinu sem uppistöðulón virkjana. Orkufrek fyrirtæki erlend hafa mikinn áhuga á viðskiptum við Íslendinga. Við eigum þess vegna að snarfjölga virkjunum á Íslandi og minnka með því fyrirsjáanlega erfiðleika næstu missera. Auðvitað hljóta nýjar virkjanir að lúta þremur skilyrðum. Í fyrsta lagi verða þær að vera arðbærar. Ástæðulaust er að selja rafmagn á útsöluverði. Í öðru lagi þurfa virkjanirnar sjálfar að vera umhverfisvænar. Í þriðja lagi verða þau fyrirtæki, sem kaupa orkuna, hvort sem þau reka álver, járnblendiverksmiðjur eða netþjóna, líka að vera umhverfisvæn.Sem betur fer hefur mengun frá álverum stórlega minnkað með nýjum tæknibúnaði, svo að ekki þarf að hafa af þessu verulegar áhyggjur. Við megum ekki snúa bakinu við því fólki, sem hefur fengið uppsagnarbréf síðustu mánuði, eða hinu, sem á von á slíkum sendingum. Draumlyndir sveimhugar íslenskir halda, að rétta ráðið gegn myrkrinu sé að syngja um ljósið. Hitt er miklu skynsamlegra, að kveikja á ljósum. Hér eru ljósin fjögur skattalækkanir, vegabætur og virkjanir vatnsafls og jarðvarma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Enn fjölgar uppsögnum. Fátt er ömurlegra en fá uppsagnarbréf í hendur. Síðustu ár hefur að vísu verið auðvelt að útvega sér aðra vinnu, en það er smám saman að breytast. Samdráttur atvinnulífsins er að segja til sín. Hann var að sumu leyti fyrirsjáanlegur eftir hinar miklu virkjunarframkvæmdir á hálendinu. En Íslendingar voru svo óheppnir, að um leið skall á hörð lánsfjárkreppa í heiminum, og til að bæta gráu ofan á svart hækkuðu stórkostlega á alþjóðamarkaði tvær lífsnauðsynjar, matvæli og eldsneyti. Við getum ekki gert að þessum erfiðleikum. En það merkir ekki, að við getum ekkert gert til að minnka þá. Í kínversku má með einu pennastriki breyta táknunum fyrir kreppu í tákn fyrir tækifæri. Í fyrsta lagi er til hefðbundið úrræði, sem hagfræðingar mæla jafnan með í samdrætti. Það er að lækka skatta á fyrirtækjum og fólki. Þá eykst ráðstöfunarfé fólks og með því væntanlega fjárfesting og neysla. Bílar og hús verða ekki lengur óseljanleg. Nú er rétti tíminn til að lækka skatta myndarlega, til dæmis um 3% á fyrirtækjum, í 12%, og um 6% á þann hluta tekjuskattsins, sem ríkið fær, í 17%. Annað hefðbundið úrræði er til í niðursveiflu, að auka nytsamlegar framkvæmdir. Ég er enginn áhugamaður um opinberar framkvæmdir, en hlýt að viðurkenna, að nýlegar vegabætur á Reykjanesbraut og Suðurlandsvegi auðvelda lífið og tengja saman byggðir frá Snæfellsnesi í Vík í Mýrdal, svo að þær mynda allt að því einn markað, og það er æskilegt frá sjónarmiði frjálshyggjumanna séð. Því stærri sem markaðurinn er, því betri skilyrði eru til frjálsrar samkeppni. Þetta hefur raunar komið vel í ljós, því að talsvert er keppt um jarðir á þessu svæði, svo að þær hafa hækkað í verði. Samgöngubætur hafa margvíslegar aðrar jákvæðar afleiðingar, ekki allar sýnilegar eða mælanlegar. Þriðja úrræðið blasir við. Þar er tækifærið. Skyndilega hefur myndast skortur á orku í heiminum. Við Íslendingar eigum tvenns konar orkugjafa, fallvötnin og jarðvarmann, sem við höfum nýtt með góðum árangri. Þessir orkugjafar eru öðrum umhverfisvænni, einkum fallvötnin, og prýði er að þeim stöðuvötnum, sem myndast hafa á hálendinu sem uppistöðulón virkjana. Orkufrek fyrirtæki erlend hafa mikinn áhuga á viðskiptum við Íslendinga. Við eigum þess vegna að snarfjölga virkjunum á Íslandi og minnka með því fyrirsjáanlega erfiðleika næstu missera. Auðvitað hljóta nýjar virkjanir að lúta þremur skilyrðum. Í fyrsta lagi verða þær að vera arðbærar. Ástæðulaust er að selja rafmagn á útsöluverði. Í öðru lagi þurfa virkjanirnar sjálfar að vera umhverfisvænar. Í þriðja lagi verða þau fyrirtæki, sem kaupa orkuna, hvort sem þau reka álver, járnblendiverksmiðjur eða netþjóna, líka að vera umhverfisvæn.Sem betur fer hefur mengun frá álverum stórlega minnkað með nýjum tæknibúnaði, svo að ekki þarf að hafa af þessu verulegar áhyggjur. Við megum ekki snúa bakinu við því fólki, sem hefur fengið uppsagnarbréf síðustu mánuði, eða hinu, sem á von á slíkum sendingum. Draumlyndir sveimhugar íslenskir halda, að rétta ráðið gegn myrkrinu sé að syngja um ljósið. Hitt er miklu skynsamlegra, að kveikja á ljósum. Hér eru ljósin fjögur skattalækkanir, vegabætur og virkjanir vatnsafls og jarðvarma.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun