Að verða frjáls eins og fiðrildi Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 4. mars 2008 06:00 Söfnunarátak UNIFEM fyrir konur í þremur stríðshrjáðum löndum hófst í gær undir yfirskriftinni Fiðrildavika. Fiðrildið, merki vonar og styrksins í mýktinni, hefur verið táknmynd fyrir umbreytingar í lífi fólks í átt til frelsis. Í Fiðrildavikunni á að safna peningum til þess að hægt sé að styrkja verkefni í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi í Súdan, Líberíu og Lýðveldinu Kongó. Í þessum löndum, líkt og öðrum löndum þar sem stríð hefur ríkt, hefur kynbundið ofbeldi verið notað sem baráttutæki í átökunum. Konum er kerfisbundið nauðgað, ýmist af einstökum hermönnum eða hópum. Þær eru barnaðar og vísvitandi sýktar af HIV-veirunni til að brjóta niður samfélag óvinarins. Þeim er rænt og þær afhentar hermönnum sem „bónus" fyrir vel unnin störf. Það er ómögulegt að reyna að setja sig í spor þeirra kvenna sem verða fyrir slíku ofbeldi. Allt of oft hefur það verið gagnrýnt að þegar alþjóðasamfélagið reynir að stilla til friðar á átakasvæðum, eða í störfum friðargæslu þegar átökum linnir, að konurnar gleymast og hermenn og friðargæsluliðar hafi ekki næga þekkingu til að aðstoða konur í þessari aðstöðu. Þetta eru konur sem ekki hafa nægjanlegt vogarafl í sínu samfélagi eða í alþjóðasamfélaginu. Því er mikilvægt að bregðast vel við söfnun sem þessari. Í þessum þremur löndum, Súdan, Lýðveldinu Kongó og Líberíu er staða kvenna veik fyrir. Í Súdan er til að mynda félags- og efnahagsstaða kvenna einna verst í allri Austur-Afríku. Rúmlega 80 prósent kvenna í Súdan eru ólæsar. Allra fátækustu íbúar landsins eru konur. UNIFEM styrkir margvísleg verkefni á ári hverju og mun styrktarféð sem safnast hér á landi renna til slíkra verkefna. Á síðasta ári var til dæmis ákveðið að styrkja verkefni í Lýðveldinu Kongó. Markmið þess verkefnis er að styðja konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi og eru sýktar af HIV-veirunni eða með eyðni. Með verkefninu voru konur meðal annars styrktar í gegn um „smálánabanka" en sjö slíkir voru opnaðir í landsbyggðarhéruðum Kongó. Slíkir bankar lána konum lágar upphæðir til kaupa á húsdýrum eða tækjum til að létta sér vinnuna. Eins og reynslan hefur sýnt á Indlandi er áhættan við þessi lán lítil, því þau eru greidd til baka. Þá var einnig ákveðið að styrkja verkefni í Líberíu þar sem borgarastyrjöld hafði geisað í fjórtán ár. Komið hafði í ljós hversu algengt kynbundið ofbeldi var í landinu. Til að mynda var um fjórðungur allra tilkynntra mannréttindabrota nauðganir. Verkefnið sem styrkt var á að styðja kvennasamtök til að fylgjast með, skjalfesta og tilkynna um ofbeldi gegn konum. Þá á að þjálfa lögreglu til að fylgja eftir nýjum lögum sem vinna eiga gegn kynbundnu ofbeldi sem og alþjóðlegum sáttmálum sem Líbería hefur staðfest. UNIFEM á Íslandi biður almenning að hafa fiðrildaáhrif; að hafa í huga kenninguna um að vængjasláttur fiðrilda geti haft gríðarleg áhrif á veður í öðrum heimshluta. Peningunum sem safnast verður svo varið í verkefni, líkt og þau sem hér að ofan eru nefnd, og munu hafa gríðarleg áhrif í þágu kvenna og stúlkna í þessum löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Söfnunarátak UNIFEM fyrir konur í þremur stríðshrjáðum löndum hófst í gær undir yfirskriftinni Fiðrildavika. Fiðrildið, merki vonar og styrksins í mýktinni, hefur verið táknmynd fyrir umbreytingar í lífi fólks í átt til frelsis. Í Fiðrildavikunni á að safna peningum til þess að hægt sé að styrkja verkefni í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi í Súdan, Líberíu og Lýðveldinu Kongó. Í þessum löndum, líkt og öðrum löndum þar sem stríð hefur ríkt, hefur kynbundið ofbeldi verið notað sem baráttutæki í átökunum. Konum er kerfisbundið nauðgað, ýmist af einstökum hermönnum eða hópum. Þær eru barnaðar og vísvitandi sýktar af HIV-veirunni til að brjóta niður samfélag óvinarins. Þeim er rænt og þær afhentar hermönnum sem „bónus" fyrir vel unnin störf. Það er ómögulegt að reyna að setja sig í spor þeirra kvenna sem verða fyrir slíku ofbeldi. Allt of oft hefur það verið gagnrýnt að þegar alþjóðasamfélagið reynir að stilla til friðar á átakasvæðum, eða í störfum friðargæslu þegar átökum linnir, að konurnar gleymast og hermenn og friðargæsluliðar hafi ekki næga þekkingu til að aðstoða konur í þessari aðstöðu. Þetta eru konur sem ekki hafa nægjanlegt vogarafl í sínu samfélagi eða í alþjóðasamfélaginu. Því er mikilvægt að bregðast vel við söfnun sem þessari. Í þessum þremur löndum, Súdan, Lýðveldinu Kongó og Líberíu er staða kvenna veik fyrir. Í Súdan er til að mynda félags- og efnahagsstaða kvenna einna verst í allri Austur-Afríku. Rúmlega 80 prósent kvenna í Súdan eru ólæsar. Allra fátækustu íbúar landsins eru konur. UNIFEM styrkir margvísleg verkefni á ári hverju og mun styrktarféð sem safnast hér á landi renna til slíkra verkefna. Á síðasta ári var til dæmis ákveðið að styrkja verkefni í Lýðveldinu Kongó. Markmið þess verkefnis er að styðja konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi og eru sýktar af HIV-veirunni eða með eyðni. Með verkefninu voru konur meðal annars styrktar í gegn um „smálánabanka" en sjö slíkir voru opnaðir í landsbyggðarhéruðum Kongó. Slíkir bankar lána konum lágar upphæðir til kaupa á húsdýrum eða tækjum til að létta sér vinnuna. Eins og reynslan hefur sýnt á Indlandi er áhættan við þessi lán lítil, því þau eru greidd til baka. Þá var einnig ákveðið að styrkja verkefni í Líberíu þar sem borgarastyrjöld hafði geisað í fjórtán ár. Komið hafði í ljós hversu algengt kynbundið ofbeldi var í landinu. Til að mynda var um fjórðungur allra tilkynntra mannréttindabrota nauðganir. Verkefnið sem styrkt var á að styðja kvennasamtök til að fylgjast með, skjalfesta og tilkynna um ofbeldi gegn konum. Þá á að þjálfa lögreglu til að fylgja eftir nýjum lögum sem vinna eiga gegn kynbundnu ofbeldi sem og alþjóðlegum sáttmálum sem Líbería hefur staðfest. UNIFEM á Íslandi biður almenning að hafa fiðrildaáhrif; að hafa í huga kenninguna um að vængjasláttur fiðrilda geti haft gríðarleg áhrif á veður í öðrum heimshluta. Peningunum sem safnast verður svo varið í verkefni, líkt og þau sem hér að ofan eru nefnd, og munu hafa gríðarleg áhrif í þágu kvenna og stúlkna í þessum löndum.