Skuggalegur Cameron 4. mars 2008 11:15 Var að enda við að horfa á mánaðarlegan fréttamannafund Davids Cameron, leiðtoga breskra íhaldsmanna, sem sendur var beint út á SKY-sjónvarpsstöðinni. Flottur kall ... Camerúninn ... og fjandakornið hæfastri foringi breskra hægrimanna frá því Thatcher var og hét. Það munið hann Major; óhemjulitlaus ... og ekki tók betra við í Hague, sem tapaði eftirminnilega fyrir Blair með þeim feitletruðu orðum "You´re a looser, baby" á forsíðu Sunday Times um árið. Iain Duncan Smith var eiginlega aldrei annað en fægður skallinn og góðlátlegt brosið. En sumsé ... horfði á Cameron í morgun. Og verð að segja að uppsetning fundarins var ga-ga. Þarna stóð karlinn framan við stóran glugga í virðulegu húsi - og af því birtan reis í bakgrunninum, varð íhaldsforinginn alltaf skuggalegri og skuggalegri eftir því sem leið á ræðuna. Vita menn ekki enn þann dag í dag hvernig sjónvarp virkar? Geta menn ekkert lært? Menn stilla ekki foringjum sínum upp fyrir framan bjartan glugga. Ég hélt að sjónvarpsþekking spunameistaranna væri meiri. En þeir bregðast sumsé í Bretlandi, jafnt sem á Íslandi, þar sem tveir auðir stólar standa hvor sínu megin foringjans ... eins og nýleg dæmi sanna. Það er vandlifað í pólitíkinni ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun
Var að enda við að horfa á mánaðarlegan fréttamannafund Davids Cameron, leiðtoga breskra íhaldsmanna, sem sendur var beint út á SKY-sjónvarpsstöðinni. Flottur kall ... Camerúninn ... og fjandakornið hæfastri foringi breskra hægrimanna frá því Thatcher var og hét. Það munið hann Major; óhemjulitlaus ... og ekki tók betra við í Hague, sem tapaði eftirminnilega fyrir Blair með þeim feitletruðu orðum "You´re a looser, baby" á forsíðu Sunday Times um árið. Iain Duncan Smith var eiginlega aldrei annað en fægður skallinn og góðlátlegt brosið. En sumsé ... horfði á Cameron í morgun. Og verð að segja að uppsetning fundarins var ga-ga. Þarna stóð karlinn framan við stóran glugga í virðulegu húsi - og af því birtan reis í bakgrunninum, varð íhaldsforinginn alltaf skuggalegri og skuggalegri eftir því sem leið á ræðuna. Vita menn ekki enn þann dag í dag hvernig sjónvarp virkar? Geta menn ekkert lært? Menn stilla ekki foringjum sínum upp fyrir framan bjartan glugga. Ég hélt að sjónvarpsþekking spunameistaranna væri meiri. En þeir bregðast sumsé í Bretlandi, jafnt sem á Íslandi, þar sem tveir auðir stólar standa hvor sínu megin foringjans ... eins og nýleg dæmi sanna. Það er vandlifað í pólitíkinni ... -SER.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun