Lífið er óvissa Jónína Michaelsdóttir skrifar 8. júlí 2008 09:00 Þeir sem skipta um skoðun eru salt jarðar, því það eru þeir sem hafa hugsað málin til hlítar. Þetta er haft eftir sænskum prófessor í stjórnmálafræði, Herbert Tingsten, sem jafnframt var rithöfundur og um tíma aðalritstjóri Dagens Nyheter í Stokkhólmi. Tingsten var kennari Jónasar Haralz á sínum tíma og hafði að sögn Jónasar mikil áhrif á nemendur sína. Sjónarmið Tingstens er áhugavert í ljósi þess hvað það eru margir sem leggja metnað sinn í að skipta ekki um skoðun, hvað sem líður við blasandi staðreyndum. Finnst það bera vott um stefnufestu, skapstyrk eða hugsjónaeld. Sannfæringin verður hluti af sjálfsmyndinni og jafnvel aflvaki sjálfsvirðingarinnar. Á vissan hátt er þetta sprottið úr öryggisþörf. Þörf fyrir að eitthvað í hverfulum heimi sé endanlegt og öðru æðra. Með því að ganga því sjónarmiði á hönd kemur viss öryggiskennd og þægileg sjálfsánægja. Hér er ekki endilega verið að vísa til hefðbundinna trúarbragða heldur skoðana sem menn standa á eins og hundar á roði hvað sem í skerst. Þeir sem til dæmis reyna að rökræða út fyrir rammann við þá sem gengið hafa stjórnmálastefnum eða náttúruvernd á hönd verða gjarnan reynslunni ríkari. Þó að umræðutæknin einkennist af gáfum og góðri menntun, er það viðburður ef menn víkja frá eigin kennisetningum. Þetta á auðvitað líka við um hvers kyns uppeldishætti, jafnrétti, fjölskyldumál og í raun hvað sem er. Gáfaður og næmur listamaður með ríka réttlætiskennd var á sínum tíma sannfærður kommúnisti. Eftir ræðu Krústjoffs um árið rann upp fyrir honum að kommúnisminn væri ekki sú lind réttlætis og jafnaðar sem boðuð hafði verið og hann gekk af trúnni. Eftir sem áður var hann jafnaðarmaður í eðli sínu og háttum. Tveimur áratugum síðar mætti hann gömlum flokksbróður sínum á götu. Þeir kinkuðu kolli hvor til annars um leið og þeir mættust, en síðan sneri félaginn sér við og skyrpti á eftir listamanninum. „Svikari!" sagði hann með fyrirlitningu. ÖryggisáráttanÞað eina sem er öruggt, er að ekkert er öruggt. Lífið er hreyfing, annars væri það ekki líf og við getum aldrei vitað hvað næsta augnablik kennir okkur. Þar með er ekki sagt að við eigum ekki að halda okkar striki og skipuleggja eigin tilveru eftir því sem eðli og áhugi býður. En það er ekki verra að vera opinn fyrir nýjum sjónarhornum.Það skapar öryggiskennd að finna hugsjónum sínum og skoðunum farveg, en að vera vakandi fyrir nýrri hugsun gerir mann frjálsan. Bönd sem maður leggur á hugsun sína og viðhorf eru ekkert minni fjötrar þótt maður beri þá sjálfviljugur. Og býsna margir vildu ekki án þeirra vera. Trúa því raunverulega að þeirra kenningar byggist á staðreyndum en ekki skoðunum og verða á endanum þjónar þessara viðhorfa. Sitja í aftursætinu á eigin vegferð. Um áætlanirÍ helgarviðtali við Vísi fyrir árið 1979 ræðir Jónas Haralz meðal annars um áætlanagerð. Hann segir áætlanagerð mikilvægt stjórntæki, umfram allt fyrir fyrirtæki, banka, stofnanir, sveitarfélög og að vissu marki fyrir ríkið í heild."Misskilningurinn er fólginn í því að halda að áætlunargerð eða áætlunarbúskapur komi í staðinn fyrir þann lifandi veruleika sem hagfræðin kallar markaðsbúskap", segir hann. "Þá er það einnig misskilningur að áætlanir séu eitthvað sem á að fara eftir. Áætlanagerð er mikið notuð í hernaði. Haft er eftir Eisenhower á hershöfðingjaárum hans að það ætti að vanda áætlanir vel en þegar búið væri að gera þær, ætti að henda þeim í pappírskörfuna.Gildi áætlana liggur í að vinna þær. Það er að segja - að hugsa málefnin til hlítar. En þegar komið er út í baráttuna, hið lifandi líf, þá er enginn tími til að líta á plögg eins og áætlanir."Við höfum verið minnt á þetta allt saman síðasta misserið. Ástandið í efnahagsmálum er dálítið eins og öll umferðarljós hafi verið tekin úr sambandi, hraðatakmarkanir afnumdar og enginn taki þá áhættu að fara yfir götu.Viðskiptablöðin eru lesin af brennandi áhuga og sérfræðingar í vandamálum spretta fram úr hverjum kima samfélagsins með lausnir eða umvandanir. Veðurspá efnahagslífsins er birt daglega og verður æ fyrirferðarmeiri í öllum fjölmiðlum.Samdráttur efnahagslífsins er mál dagsins, og það að vonum auðvitað. Hans var vænst af sumum en flestum kemur hann í opna skjöldu.Enginn gerir ráð fyrir ísbjarnarheimsóknum og skjálftum, bæði í viðskiptalífi og jarðskorpunni. En lífið er óvissa og í því liggur ævintýrið að vera til, þegar allt kemur til alls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Þeir sem skipta um skoðun eru salt jarðar, því það eru þeir sem hafa hugsað málin til hlítar. Þetta er haft eftir sænskum prófessor í stjórnmálafræði, Herbert Tingsten, sem jafnframt var rithöfundur og um tíma aðalritstjóri Dagens Nyheter í Stokkhólmi. Tingsten var kennari Jónasar Haralz á sínum tíma og hafði að sögn Jónasar mikil áhrif á nemendur sína. Sjónarmið Tingstens er áhugavert í ljósi þess hvað það eru margir sem leggja metnað sinn í að skipta ekki um skoðun, hvað sem líður við blasandi staðreyndum. Finnst það bera vott um stefnufestu, skapstyrk eða hugsjónaeld. Sannfæringin verður hluti af sjálfsmyndinni og jafnvel aflvaki sjálfsvirðingarinnar. Á vissan hátt er þetta sprottið úr öryggisþörf. Þörf fyrir að eitthvað í hverfulum heimi sé endanlegt og öðru æðra. Með því að ganga því sjónarmiði á hönd kemur viss öryggiskennd og þægileg sjálfsánægja. Hér er ekki endilega verið að vísa til hefðbundinna trúarbragða heldur skoðana sem menn standa á eins og hundar á roði hvað sem í skerst. Þeir sem til dæmis reyna að rökræða út fyrir rammann við þá sem gengið hafa stjórnmálastefnum eða náttúruvernd á hönd verða gjarnan reynslunni ríkari. Þó að umræðutæknin einkennist af gáfum og góðri menntun, er það viðburður ef menn víkja frá eigin kennisetningum. Þetta á auðvitað líka við um hvers kyns uppeldishætti, jafnrétti, fjölskyldumál og í raun hvað sem er. Gáfaður og næmur listamaður með ríka réttlætiskennd var á sínum tíma sannfærður kommúnisti. Eftir ræðu Krústjoffs um árið rann upp fyrir honum að kommúnisminn væri ekki sú lind réttlætis og jafnaðar sem boðuð hafði verið og hann gekk af trúnni. Eftir sem áður var hann jafnaðarmaður í eðli sínu og háttum. Tveimur áratugum síðar mætti hann gömlum flokksbróður sínum á götu. Þeir kinkuðu kolli hvor til annars um leið og þeir mættust, en síðan sneri félaginn sér við og skyrpti á eftir listamanninum. „Svikari!" sagði hann með fyrirlitningu. ÖryggisáráttanÞað eina sem er öruggt, er að ekkert er öruggt. Lífið er hreyfing, annars væri það ekki líf og við getum aldrei vitað hvað næsta augnablik kennir okkur. Þar með er ekki sagt að við eigum ekki að halda okkar striki og skipuleggja eigin tilveru eftir því sem eðli og áhugi býður. En það er ekki verra að vera opinn fyrir nýjum sjónarhornum.Það skapar öryggiskennd að finna hugsjónum sínum og skoðunum farveg, en að vera vakandi fyrir nýrri hugsun gerir mann frjálsan. Bönd sem maður leggur á hugsun sína og viðhorf eru ekkert minni fjötrar þótt maður beri þá sjálfviljugur. Og býsna margir vildu ekki án þeirra vera. Trúa því raunverulega að þeirra kenningar byggist á staðreyndum en ekki skoðunum og verða á endanum þjónar þessara viðhorfa. Sitja í aftursætinu á eigin vegferð. Um áætlanirÍ helgarviðtali við Vísi fyrir árið 1979 ræðir Jónas Haralz meðal annars um áætlanagerð. Hann segir áætlanagerð mikilvægt stjórntæki, umfram allt fyrir fyrirtæki, banka, stofnanir, sveitarfélög og að vissu marki fyrir ríkið í heild."Misskilningurinn er fólginn í því að halda að áætlunargerð eða áætlunarbúskapur komi í staðinn fyrir þann lifandi veruleika sem hagfræðin kallar markaðsbúskap", segir hann. "Þá er það einnig misskilningur að áætlanir séu eitthvað sem á að fara eftir. Áætlanagerð er mikið notuð í hernaði. Haft er eftir Eisenhower á hershöfðingjaárum hans að það ætti að vanda áætlanir vel en þegar búið væri að gera þær, ætti að henda þeim í pappírskörfuna.Gildi áætlana liggur í að vinna þær. Það er að segja - að hugsa málefnin til hlítar. En þegar komið er út í baráttuna, hið lifandi líf, þá er enginn tími til að líta á plögg eins og áætlanir."Við höfum verið minnt á þetta allt saman síðasta misserið. Ástandið í efnahagsmálum er dálítið eins og öll umferðarljós hafi verið tekin úr sambandi, hraðatakmarkanir afnumdar og enginn taki þá áhættu að fara yfir götu.Viðskiptablöðin eru lesin af brennandi áhuga og sérfræðingar í vandamálum spretta fram úr hverjum kima samfélagsins með lausnir eða umvandanir. Veðurspá efnahagslífsins er birt daglega og verður æ fyrirferðarmeiri í öllum fjölmiðlum.Samdráttur efnahagslífsins er mál dagsins, og það að vonum auðvitað. Hans var vænst af sumum en flestum kemur hann í opna skjöldu.Enginn gerir ráð fyrir ísbjarnarheimsóknum og skjálftum, bæði í viðskiptalífi og jarðskorpunni. En lífið er óvissa og í því liggur ævintýrið að vera til, þegar allt kemur til alls.