Clapton að koma 4. mars 2008 10:40 Miðasala á Clapton-tónleikana í Egilshöll hefst í dag. Ég fer. Annað er vitleysa. Clapton er náttúrlega guð. Man þegar ég hlustaði á gömlu Cream-plöturnar með ógnarstóru heyrnartólin utan um fermingarkollinn í Espilundinum heima. Upp úr miðri síðustu öld. Blind Faith. Yardbirds. Svo kom Derek-tímabilið, drykkjan og sullið og sódómurinn - og loks Rainbow-tónleikarnir ... sjálf upprisan ... búlivarðurinn og sólóið. Eins og gerst hafi í gær. Öll andlit Claptons. Ég man ekki betur en ég hafi átt allt heila vínil-safnið. Líf mitt var eiginlega Claptonskt á tímabili. Það lá við að ég tæki tónlistina fram yfir konur ... þetta var eitthvað umfram annað popp á áttunda áratugnum; einhver blúsaður sársauki ... Badge. Getur eitthvað toppað tónleikaútgáfuna? Sá Clapton á Parken í Danmörku um árið. Kallinn kann þetta í þaula; galdurinn einhver bræðsla blúss og fágaðs rokks ... já, hæfileg mixtúra þess villta og vandaða. Það er Clapton. Rétta blandan. Ég býst við því að þetta verði einu tónleikar Claptons á Íslandi, enda færist aldurinn yfir. Ætla menn að missa af þessu tækifæri? Það má heita heimóttarskapur. 8. ágúst. Sjáumst í Egilshöll. Og sökkvum okkur í kallinn ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Miðasala á Clapton-tónleikana í Egilshöll hefst í dag. Ég fer. Annað er vitleysa. Clapton er náttúrlega guð. Man þegar ég hlustaði á gömlu Cream-plöturnar með ógnarstóru heyrnartólin utan um fermingarkollinn í Espilundinum heima. Upp úr miðri síðustu öld. Blind Faith. Yardbirds. Svo kom Derek-tímabilið, drykkjan og sullið og sódómurinn - og loks Rainbow-tónleikarnir ... sjálf upprisan ... búlivarðurinn og sólóið. Eins og gerst hafi í gær. Öll andlit Claptons. Ég man ekki betur en ég hafi átt allt heila vínil-safnið. Líf mitt var eiginlega Claptonskt á tímabili. Það lá við að ég tæki tónlistina fram yfir konur ... þetta var eitthvað umfram annað popp á áttunda áratugnum; einhver blúsaður sársauki ... Badge. Getur eitthvað toppað tónleikaútgáfuna? Sá Clapton á Parken í Danmörku um árið. Kallinn kann þetta í þaula; galdurinn einhver bræðsla blúss og fágaðs rokks ... já, hæfileg mixtúra þess villta og vandaða. Það er Clapton. Rétta blandan. Ég býst við því að þetta verði einu tónleikar Claptons á Íslandi, enda færist aldurinn yfir. Ætla menn að missa af þessu tækifæri? Það má heita heimóttarskapur. 8. ágúst. Sjáumst í Egilshöll. Og sökkvum okkur í kallinn ... -SER.