Körfubolti

Jakob skaut ÍR í kaf

Jakob Sigurðarson var maður leiksins í kvöld og tekur hér við Reykjavíkurbikarnum
Jakob Sigurðarson var maður leiksins í kvöld og tekur hér við Reykjavíkurbikarnum

KR-ingar urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í körfubolta þriðja árið í röð þegar þeir rótburstuðu ÍR 97-56 í úrslitaleik í DHL-Höllinni í vesturbænum.

Sigur KR var aldrei í hættu í kvöld, en hafði liðið yfir 30-14 eftir fyrsta leikhluta og skoraði svo fyrstu 13 stig annars leikhluta.

KR var yfir 60-29 í hálfleik og eftirleikurinn auðveldur. KR var án Jóns Arnórs Stefánssonar í leiknum en Jakob Sigurðarsson sá til þess að hans var ekki sárt saknað í kvöld.

Jakob fór mikinn í fyrri hálfleiknum og skoraði þar 24 af 29 stigum sínum í leiknum, aðeins fimm stigum minna en allt ÍR-liðið skoraði í fyrri hálfleiknum.

Chaz Carr var stigahæstur ÍR-inga með 18 stig.

Fjölnir varð í þriðja sæti á Reykjavíkurmótinu eftir 89-69 sigur á Val í leiknum um þriðja sætið í kvöld.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×