Lán eða lýðræði? Sverrir Jakobsson skrifar 18. nóvember 2008 06:00 Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðum íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og þeim skilmálum sem munu fylgja láni frá sjóðnum. Ríkisstjórnin samþykkti áætlun um viðbrögð við fjármálakreppunni sem ekki var lögð fyrir þingið og almenningur fékk ekki að sjá fyrr en plagginu var lekið í gær. Þessi vinnubrögð væru ámælisverð við hvaða aðstæður sem er, en í núverandi stöðu eru þau einstaklega varhugaverð. Það má vera öllum ljóst að forsendur þeirrar efnahagsstefnu sem rekin hefur verið á Íslandi frá 1991 eru hrundar. Landið hefur hreinlega verið á villigötum. Núverandi ríkisstjórn hefur fylgt þessari stefnu með sama hætti og fyrirrennarar hennar en umboð hennar til þess er ekki lengur fyrir hendi. Þess vegna hefur komið fram þung krafa frá almenningi í landinu um að kosið verða til alþingis hið fyrsta og flokkarnir bregðist við ástandinu með hugmyndafræðilegri endurnýjun. En þingkosningar munu verða til lítils ef ríkisstjórnin ætlar áður að skuldbinda þjóðina mörg ár fram í tímann; annars vegar með risavöxnum lánum sem gætu sligað þjóðarbúið ef ekki er rétt haldið á málum, en hins vegar með samningum við IMF um efnahagsstefnu komandi ára - samningum sem ekki hafa verið kynntir fyrir þjóðinni eða lagðir í dóm kjósenda. Það er fullkomið ábyrgðarleysi að ganga til samninga við IMF þegar ríkisstjórn hefur ekkert umboð frá kjósendum til þess.Til hvers IMF?Ein af klisjunum sem hafa verið tuggðar af ráðamönnum víða um heim undanfarin ár er sú að frjálsir markaðir og lýðræði eigi sérstaka samleið. Í raun gæti ekkert verið fjær sanni. Þegar markaðskerfið lendir í kreppu eru lýðræðisleg vinnubrögð það fyrsta sem látið er lönd og leið. Það á sérstaklega við þegar stjórnvöld leita á náðir stofnana eins og IMF; skilmálarnir sem fylgja slíkum samningum eru sjaldnast í neinu samræmi við það sem almenningur myndi kjósa yfir sig í frjálsum kosningum. Róttækt dæmi um þetta er hvernig nýkjörin stjórn Bólivíu tók upp frjálshyggjustefnu í samvinnu við sjóðinn árið 1985 hafandi háð kosningabaráttu á grundvelli allt annarrar stefnu. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru í þeim sporum núna og sporin hræða.Aðstoð frá IMF er ekki óumflýjanleg forsenda þess að fjármálakreppa leysist. Malasía lenti t.d. í svipaðri fjármálakreppu 1997-2000 en kaus að hafna ráðum IMF. Þar voru vextir lækkaðir, ríkisútgjöld aukin, gengið fryst og komið á tímabundnum gjaldeyrishöftum. Reynslan sýnir að viðbrögð Malasíustjórnar voru rétt og landið rétti úr kútnum ótrúlega fljótt. Öðru máli gegndi um Taíland og Indónesíu sem samþykktu skilmála IMF. Annað dæmi eru Rússland og Argentína sem bæði neyddust til að hafna frekari aðstoð frá IMF eftir að efnahagur landanna var kominn í kaldakol. Bæði löndin eru nú betur komin efnahagslega en á árunum þegar þau nutu handleiðslu IMF. Þriðja dæmið eru svo ýmis ríki í Suður-Ameríku og Afríku sem hafa haft neikvæðan hagvöxt síðan þau neyddust til að leita á náðir sjóðsins á 9. áratugnum.Ríkisstjórn gegn almenningiÁ Íslandi takast nú á tvö öfl. Annað er ríkisstjórn Íslands með dyggum stuðningi Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins og fjölmiðla. Þessir aðilar vilja nú hraða lánum frá IMF með þeim rökum að það sé eini valkosturinn í stöðunni. Það sem vekur tortryggni er hins vegar að afar stutt er síðan sömu aðilar stóðu varðstöðu um þá stefnu sem nú er komin í þrot. Hún var líka eini kosturinn þá að mati sömu aðila. Kjarni hennar var aukin þátttaka Íslands í alþjóðlegu viðskiptakerfi (m.a. með aðild að EES), einkavæðing ríkisbankanna og útrás þeirra í kjölfarið. Í ljós hefur komið að allar forsendur þeirrar stefnu reyndust rangar. EES-samningurinn reyndist ekki vera "allt fyrir ekkert", einkavæddu bankarnir settu þjóðarbúið á hausinn og útrás bankanna var feigðarflan.Hitt aflið er almenningur; fólkið sem situr núna uppi með reikninginn. Ef þjóðin lærir eitthvað af reynslunni þá hafnar hún forystu þeirra afla sem boðaði þessa stefnu eins og trúarsannleik. En nauðarsamningar við IMF munu gera okkur erfitt fyrir að skipta um stefnu eða aðhafast nokkurn skapaðan hlut af sjálfsdáðum. Í stað þess að móta nýjar áherslur í efnahagsmálum með lýðræðislegum hætti er verið að skuldbinda Íslendinga til langs tíma og festa okkur á klafa stefnunnar sem orsakaði gjaldþrotið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðum íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og þeim skilmálum sem munu fylgja láni frá sjóðnum. Ríkisstjórnin samþykkti áætlun um viðbrögð við fjármálakreppunni sem ekki var lögð fyrir þingið og almenningur fékk ekki að sjá fyrr en plagginu var lekið í gær. Þessi vinnubrögð væru ámælisverð við hvaða aðstæður sem er, en í núverandi stöðu eru þau einstaklega varhugaverð. Það má vera öllum ljóst að forsendur þeirrar efnahagsstefnu sem rekin hefur verið á Íslandi frá 1991 eru hrundar. Landið hefur hreinlega verið á villigötum. Núverandi ríkisstjórn hefur fylgt þessari stefnu með sama hætti og fyrirrennarar hennar en umboð hennar til þess er ekki lengur fyrir hendi. Þess vegna hefur komið fram þung krafa frá almenningi í landinu um að kosið verða til alþingis hið fyrsta og flokkarnir bregðist við ástandinu með hugmyndafræðilegri endurnýjun. En þingkosningar munu verða til lítils ef ríkisstjórnin ætlar áður að skuldbinda þjóðina mörg ár fram í tímann; annars vegar með risavöxnum lánum sem gætu sligað þjóðarbúið ef ekki er rétt haldið á málum, en hins vegar með samningum við IMF um efnahagsstefnu komandi ára - samningum sem ekki hafa verið kynntir fyrir þjóðinni eða lagðir í dóm kjósenda. Það er fullkomið ábyrgðarleysi að ganga til samninga við IMF þegar ríkisstjórn hefur ekkert umboð frá kjósendum til þess.Til hvers IMF?Ein af klisjunum sem hafa verið tuggðar af ráðamönnum víða um heim undanfarin ár er sú að frjálsir markaðir og lýðræði eigi sérstaka samleið. Í raun gæti ekkert verið fjær sanni. Þegar markaðskerfið lendir í kreppu eru lýðræðisleg vinnubrögð það fyrsta sem látið er lönd og leið. Það á sérstaklega við þegar stjórnvöld leita á náðir stofnana eins og IMF; skilmálarnir sem fylgja slíkum samningum eru sjaldnast í neinu samræmi við það sem almenningur myndi kjósa yfir sig í frjálsum kosningum. Róttækt dæmi um þetta er hvernig nýkjörin stjórn Bólivíu tók upp frjálshyggjustefnu í samvinnu við sjóðinn árið 1985 hafandi háð kosningabaráttu á grundvelli allt annarrar stefnu. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru í þeim sporum núna og sporin hræða.Aðstoð frá IMF er ekki óumflýjanleg forsenda þess að fjármálakreppa leysist. Malasía lenti t.d. í svipaðri fjármálakreppu 1997-2000 en kaus að hafna ráðum IMF. Þar voru vextir lækkaðir, ríkisútgjöld aukin, gengið fryst og komið á tímabundnum gjaldeyrishöftum. Reynslan sýnir að viðbrögð Malasíustjórnar voru rétt og landið rétti úr kútnum ótrúlega fljótt. Öðru máli gegndi um Taíland og Indónesíu sem samþykktu skilmála IMF. Annað dæmi eru Rússland og Argentína sem bæði neyddust til að hafna frekari aðstoð frá IMF eftir að efnahagur landanna var kominn í kaldakol. Bæði löndin eru nú betur komin efnahagslega en á árunum þegar þau nutu handleiðslu IMF. Þriðja dæmið eru svo ýmis ríki í Suður-Ameríku og Afríku sem hafa haft neikvæðan hagvöxt síðan þau neyddust til að leita á náðir sjóðsins á 9. áratugnum.Ríkisstjórn gegn almenningiÁ Íslandi takast nú á tvö öfl. Annað er ríkisstjórn Íslands með dyggum stuðningi Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins og fjölmiðla. Þessir aðilar vilja nú hraða lánum frá IMF með þeim rökum að það sé eini valkosturinn í stöðunni. Það sem vekur tortryggni er hins vegar að afar stutt er síðan sömu aðilar stóðu varðstöðu um þá stefnu sem nú er komin í þrot. Hún var líka eini kosturinn þá að mati sömu aðila. Kjarni hennar var aukin þátttaka Íslands í alþjóðlegu viðskiptakerfi (m.a. með aðild að EES), einkavæðing ríkisbankanna og útrás þeirra í kjölfarið. Í ljós hefur komið að allar forsendur þeirrar stefnu reyndust rangar. EES-samningurinn reyndist ekki vera "allt fyrir ekkert", einkavæddu bankarnir settu þjóðarbúið á hausinn og útrás bankanna var feigðarflan.Hitt aflið er almenningur; fólkið sem situr núna uppi með reikninginn. Ef þjóðin lærir eitthvað af reynslunni þá hafnar hún forystu þeirra afla sem boðaði þessa stefnu eins og trúarsannleik. En nauðarsamningar við IMF munu gera okkur erfitt fyrir að skipta um stefnu eða aðhafast nokkurn skapaðan hlut af sjálfsdáðum. Í stað þess að móta nýjar áherslur í efnahagsmálum með lýðræðislegum hætti er verið að skuldbinda Íslendinga til langs tíma og festa okkur á klafa stefnunnar sem orsakaði gjaldþrotið.