Fjórar íslenskar kvikmyndir klárar fyrir næsta ár 17. nóvember 2008 07:00 Friðrik Þór Friðriksson, Júlíus Kemp, Árni Ólafur Ásgeirsson, Baltasar Kormákur og Dagur Kári frumsýna allir myndir á árinu 2009. Fjórar íslenskar kvikmyndir eru að verða klárar til frumsýningar og verða sýndar árið 2009. Þrjár af þeim eru að öllu eða einhverju leyti leiknar á ensku. Þær eru R.W.W.M eftir Júlíus Kemp, The Good Heart í leikstjórn Dags Kára og Inhale sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Brim er eina myndin af þessum fjórum sem er alfarið á íslensku en leikstjóri hennar er Árni Ólafur Ásgeirsson. Á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands má sjá að sjö kvikmyndir hafa fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þó aðeins ein búin að klára sína fjármögnun:Mamma Gó Gó eftir Friðrik Þór Friðriksson. „Við hefjum tökur á þessu ári. Í desember vonandi, til að fanga jólastemninguna," segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Hann er mjög bjartsýnn fyrir hönd kvikmyndagerðar á Íslandi og segir ástandið vera ögrun fyrir kvikmyndagerðarfólk. „Nú er rétti tíminn til að blása í herlúðra til þess að ímynd okkar og þjóðarvitund skerðist ekki meir en orðið er. Kvikmyndin er mjög gott tæki til að bæta ímynd okkar. Eða það sagði Lenín," bætir Friðrik við. júlíus kemp, valgerður sverrisdóttir, ingvar þórðarsoin í cannes Fréttablaðið hafði samband við alla framleiðendur þeirra kvikmynda sem fengið hafa vilyrði fyrir styrk. Langflestir þeirra sögðu fjármögnunina vera í einhverri óvissu. „Við klárum vonandi fjármögnunina að Baldri í nóvember og stefnum á frumsýningu á næsta ári," segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá ZikZak. Baldur er kvikmynd eftir Róbert Douglas. Þórir bjóst ekki við að önnur verkefni á borð við The Whisperer eftir Ragnar Bragason og Gauragang Gunnar Björns Guðmundssonar færu í framleiðslu á árinu 2009. Friðrik Þór Friðriksson og Einar Kárason í fótbolta Friðrik Þór Friðriksson Agnes Johansen hjá Blue Eyes-framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks sagðist ekki reikna með því að Sumarland Gríms Hákonarsonar færi í framleiðslu á næsta ári. „Fjármögnunin er ekki komin nógu langt á leið til að við getum lofað einhverju," segir Agnes. Í sama streng tók Anna María Karlsdóttir sem framleiðir kvikmynd Hilmars Oddssonar, Hátíð í bæ. „Við þurfum núna að reikna allt upp á nýtt," sagði Anna og gat ekkert staðfest. Brúðguminn - frumsýning Baltasar Kormákur og Ingibjörg Pálmadóttir Baltasar Kormákur Balti Snorri Þórisson hjá Pegasus var þó ögn bjartsýnni en margir bíða þess eflaust spenntir að sjá Ólaf Darra Ólafsson reyna sig við hlutverk Badda, hins skapstygga bloggara úr Roklandi, skáldsögu Hallgríms Helgasonar. „Hún er í fjármögnunarferli. Það kemur síðan í ljós upp úr áramótum hvernig sú vinna skilar sér. Óskastaðan er auðvitað að frumsýna á næsta ári en það er töluverð óvissa fyrir hendi," segir Snorri. Ekki náðist í Leif Dagfinnsson, framleiðanda hjá True North, en fyrirtækið hefur á sínum snærum stórmyndina A Journey Home sem sem byggð er á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna. Hinn danski Bille August leikstýrir. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fjórar íslenskar kvikmyndir eru að verða klárar til frumsýningar og verða sýndar árið 2009. Þrjár af þeim eru að öllu eða einhverju leyti leiknar á ensku. Þær eru R.W.W.M eftir Júlíus Kemp, The Good Heart í leikstjórn Dags Kára og Inhale sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Brim er eina myndin af þessum fjórum sem er alfarið á íslensku en leikstjóri hennar er Árni Ólafur Ásgeirsson. Á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands má sjá að sjö kvikmyndir hafa fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þó aðeins ein búin að klára sína fjármögnun:Mamma Gó Gó eftir Friðrik Þór Friðriksson. „Við hefjum tökur á þessu ári. Í desember vonandi, til að fanga jólastemninguna," segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið. Hann er mjög bjartsýnn fyrir hönd kvikmyndagerðar á Íslandi og segir ástandið vera ögrun fyrir kvikmyndagerðarfólk. „Nú er rétti tíminn til að blása í herlúðra til þess að ímynd okkar og þjóðarvitund skerðist ekki meir en orðið er. Kvikmyndin er mjög gott tæki til að bæta ímynd okkar. Eða það sagði Lenín," bætir Friðrik við. júlíus kemp, valgerður sverrisdóttir, ingvar þórðarsoin í cannes Fréttablaðið hafði samband við alla framleiðendur þeirra kvikmynda sem fengið hafa vilyrði fyrir styrk. Langflestir þeirra sögðu fjármögnunina vera í einhverri óvissu. „Við klárum vonandi fjármögnunina að Baldri í nóvember og stefnum á frumsýningu á næsta ári," segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá ZikZak. Baldur er kvikmynd eftir Róbert Douglas. Þórir bjóst ekki við að önnur verkefni á borð við The Whisperer eftir Ragnar Bragason og Gauragang Gunnar Björns Guðmundssonar færu í framleiðslu á árinu 2009. Friðrik Þór Friðriksson og Einar Kárason í fótbolta Friðrik Þór Friðriksson Agnes Johansen hjá Blue Eyes-framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks sagðist ekki reikna með því að Sumarland Gríms Hákonarsonar færi í framleiðslu á næsta ári. „Fjármögnunin er ekki komin nógu langt á leið til að við getum lofað einhverju," segir Agnes. Í sama streng tók Anna María Karlsdóttir sem framleiðir kvikmynd Hilmars Oddssonar, Hátíð í bæ. „Við þurfum núna að reikna allt upp á nýtt," sagði Anna og gat ekkert staðfest. Brúðguminn - frumsýning Baltasar Kormákur og Ingibjörg Pálmadóttir Baltasar Kormákur Balti Snorri Þórisson hjá Pegasus var þó ögn bjartsýnni en margir bíða þess eflaust spenntir að sjá Ólaf Darra Ólafsson reyna sig við hlutverk Badda, hins skapstygga bloggara úr Roklandi, skáldsögu Hallgríms Helgasonar. „Hún er í fjármögnunarferli. Það kemur síðan í ljós upp úr áramótum hvernig sú vinna skilar sér. Óskastaðan er auðvitað að frumsýna á næsta ári en það er töluverð óvissa fyrir hendi," segir Snorri. Ekki náðist í Leif Dagfinnsson, framleiðanda hjá True North, en fyrirtækið hefur á sínum snærum stórmyndina A Journey Home sem sem byggð er á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna. Hinn danski Bille August leikstýrir.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira