Viðskipti innlent

Færeyingarnir neðstir í Kauphöllinni

Arner Jacobsen, forstjóri Eik banka, um það leyti sem bankinn var skráður í Kauphöll Íslands.
Arner Jacobsen, forstjóri Eik banka, um það leyti sem bankinn var skráður í Kauphöll Íslands.

Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum Eik banka féll um 3,97 prósent á fremur rauðum degi í Kauphöllinni í dag. Landar Færeyinganna hjá olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum fylgdi fast á eftir með lækkun upp á 2,94 prósent.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í Spron um 1,54 prósent, í Existu um 1,35 prósent og Kaupþingi um rúmt prósent.

Glitnir, Færeyjabanki, Össur, Straumur, Marel, Landsbankinn og Alfesca lækkaði um tæpt prósent.

Gengi bréfa í Granda rauk hins vegar upp um fimm prósent í dag í tveimur viðskiptum upp á 66,8 milljónir króna.

Þá hækkaði gengi Century Aluminum um 2,56 prósent og í Bakkavör um 0,6 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,69 prósent og stendur í 4.188 stigum. Hún hefur ekki verið lægri í slétt þrjú ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×