Spegillinn Karen D. Kjartansdóttir skrifar 22. apríl 2008 00:01 Árið 2003 voru boðaðar skipulagsbreytingar innan Ríkisútvarpsins í framhaldi af tölvupósti Markúsar Arnar Antonssonar þáverandi útvarpsstjóra til samstarfsmanna. Þar kvartaði hann undan vinstri slagsíðu innan Ríkisútvarpsins, sérstaklega í Speglinum, sem hann uppnefndi Hljóðviljann. Meðal annars var Speglinum fundið það til foráttu að fjalla gagnrýnið um gildi þess að koma hinum stórhættulega efnavopnaframleiðanda Saddam Hussein frá völdum til að vernda alla heimsbyggðina. Íslenskir stuðningsmenn frelsunarinnar urðu svo ægilega glaðir þegar íslenskir sprengjusérfræðingar fundu sprengjukúlur sem hugsanlega kannski voru taldar hafa einhvern tímann innihaldið sinnepsgas. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, steig stríðsdans og sagði að um heimsviðburð væri að ræða. Rannsóknir leiddu aftur á móti í ljós að hylkin innihéldu aldrei efnavopn. Leit að gereyðingarvopnum var svo hætt formlega árið 2005 eftir milljarða dollara leit og stuðningsmenn frelsunarinnar hættu að tala um að nauðsynlegt hefði verið að koma Hussein frá völdum heldur hefði þetta allt verið gert til að bjarga Írökum þótt meginrök Bandaríkjamanna fyrir innrásinni hefði verið meint efnavopnaeign. En aftur að Speglinum. Eftir á að hyggja sýnist mér að ástæður þess að Spegilsmenn voru bendlaðir við vinstri slagsíðu á sínum tíma sé sú að þeir öfluðu frétta af Íraksmálum í öðrum fjölmiðlum en bandarískum og breskum. Tungumálakunnátta þáttastjórnenda leyfði þeim nefnilega að kanna þýsk og frönsk sjónarmið í þessum efnum. Það hugnaðist íslenskum ráðamönnum greinilega ekki ef marka má skrif og viðbrögð á þessum tíma, svo sem hjá Birni Bjarnasyni og Markúsi Erni. nú er komið í ljós að meintir „sjálfstæðir sérfræðingar" sem útskýrðu og rökstuddu nauðsyn innrásarinnar á sínum tíma voru á mála Varnarmálaráðuneytisins. New York Times afhjúpaði áróðursherferð Pentagon um helgina og hefur nú sýnt fram á að menn með sérfræðiþekkingu þáðu laun fyrir að lýsa yfir stuðningi sínum við innrásina. Margir viðurkenna nú að hafa talað gegn betri vitun af ótta við viðbrögð varnarmálaráðuneytisins. Fréttir frá Bandaríkjunum voru allan tímann meingallaðar. Það er illt til þess að vita að vandaðir fjölmiðlamenn hafi þurft að sitja undir ámælum og þola níð af hálfu yfirmanns síns fyrir að lepja ekki allt gagnrýnislaust upp úr bandarísku pressunni. sárt til þess að vita að þeir sem leituðu upplýsinga til að mynda frá Frakklandi og Þýskalandi hafi þurft að sitja undir ámæli fyrir að lepja ekki allt beint úr bandarískum fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Árið 2003 voru boðaðar skipulagsbreytingar innan Ríkisútvarpsins í framhaldi af tölvupósti Markúsar Arnar Antonssonar þáverandi útvarpsstjóra til samstarfsmanna. Þar kvartaði hann undan vinstri slagsíðu innan Ríkisútvarpsins, sérstaklega í Speglinum, sem hann uppnefndi Hljóðviljann. Meðal annars var Speglinum fundið það til foráttu að fjalla gagnrýnið um gildi þess að koma hinum stórhættulega efnavopnaframleiðanda Saddam Hussein frá völdum til að vernda alla heimsbyggðina. Íslenskir stuðningsmenn frelsunarinnar urðu svo ægilega glaðir þegar íslenskir sprengjusérfræðingar fundu sprengjukúlur sem hugsanlega kannski voru taldar hafa einhvern tímann innihaldið sinnepsgas. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, steig stríðsdans og sagði að um heimsviðburð væri að ræða. Rannsóknir leiddu aftur á móti í ljós að hylkin innihéldu aldrei efnavopn. Leit að gereyðingarvopnum var svo hætt formlega árið 2005 eftir milljarða dollara leit og stuðningsmenn frelsunarinnar hættu að tala um að nauðsynlegt hefði verið að koma Hussein frá völdum heldur hefði þetta allt verið gert til að bjarga Írökum þótt meginrök Bandaríkjamanna fyrir innrásinni hefði verið meint efnavopnaeign. En aftur að Speglinum. Eftir á að hyggja sýnist mér að ástæður þess að Spegilsmenn voru bendlaðir við vinstri slagsíðu á sínum tíma sé sú að þeir öfluðu frétta af Íraksmálum í öðrum fjölmiðlum en bandarískum og breskum. Tungumálakunnátta þáttastjórnenda leyfði þeim nefnilega að kanna þýsk og frönsk sjónarmið í þessum efnum. Það hugnaðist íslenskum ráðamönnum greinilega ekki ef marka má skrif og viðbrögð á þessum tíma, svo sem hjá Birni Bjarnasyni og Markúsi Erni. nú er komið í ljós að meintir „sjálfstæðir sérfræðingar" sem útskýrðu og rökstuddu nauðsyn innrásarinnar á sínum tíma voru á mála Varnarmálaráðuneytisins. New York Times afhjúpaði áróðursherferð Pentagon um helgina og hefur nú sýnt fram á að menn með sérfræðiþekkingu þáðu laun fyrir að lýsa yfir stuðningi sínum við innrásina. Margir viðurkenna nú að hafa talað gegn betri vitun af ótta við viðbrögð varnarmálaráðuneytisins. Fréttir frá Bandaríkjunum voru allan tímann meingallaðar. Það er illt til þess að vita að vandaðir fjölmiðlamenn hafi þurft að sitja undir ámælum og þola níð af hálfu yfirmanns síns fyrir að lepja ekki allt gagnrýnislaust upp úr bandarísku pressunni. sárt til þess að vita að þeir sem leituðu upplýsinga til að mynda frá Frakklandi og Þýskalandi hafi þurft að sitja undir ámæli fyrir að lepja ekki allt beint úr bandarískum fjölmiðlum.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun