Körfubolti

KR bikarmeistari á flautukörfu

KR tryggði sér í dag Powerade bikarinn í körfubolta eftir æsilegan úrslitaleik við Grindavík í Laugardalshöllinni. Jason Dorisseau tryggði KR 98-95 sigur í lokin með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall.

Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun og staðan í hálfleik var 51-51. Í þriðja leikhlutanum voru miklar sveiflur þar sem KR-ingar náðu góðri forystu, en Grindvíkingar jöfnuðu og náðu að komast yfir á ný 73-72.

Lokakafli leiksins var rafmagnaðar og náði Páll Axel Vilbergsson að jafna leikinn fyrir Grindavík þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. Það var svo Bandaríkjamaðurinn Dorisseau sem var hetja liðsins og tryggði því sigurinn eins og áður sagði.

Leikurinn bauð upp á allt það besta sem körfuboltaleikur getur boðið upp á, en liðin léku á tíðum frábæran sóknarleik og þá var á körflum nokkur hiti í mönnum líka.

Jason Dorisseau var atkvæðamestur KR-inga með 29 stig og 17 fráköst, Jón Arnór Stefánsson skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar og Jakob Sigurðarson skoraði 17 stig og gaf 9 stoðsendingar.

Hjá Grindavík var Brenton Birmingham atkvæðamestur með 26 stig og 9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson skoraði 21 stig og Damon Bailey skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×