Vil ekki vera túristi í Peking 3. júlí 2008 18:30 Einar gefur ekki kost á sér á Ólympíuleikana Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar og ætlar Einar að láta fjölskylduna hafa forgang. Hann segir það hafa haft áhrif á ákvörðun sína að hann hafi ekki fengið að spila eins mikið og hann hefði óskað í síðustu verkefnum með landsliðinu. "Eins og síðasti mánuður spilaðist ákvað ég að eyða ekki öðrum mánuði í ekki neitt. Ég var bara ósáttur við hvað ég fékk lítil tækifæri þennan síðasta mánuð og ég vil miklu frekar vera heima hjá nýfæddu barni en að vera túristi þarna í Peking," sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að það hefði komið til greina að gefa kost á sér ef hann og kona hans hefðu ekki átt von á barni. Hann segist ósáttur við hversu lítið hann fékk að spila í verkefnum landsliðsins í sumar, en virðir ákvörðun Guðmundar þjálfara. "Það getur vel verið að ég hefði gefið kost á mér ef við hefðum ekki átt von á barni, því það er nú auðvitað gaman að spila á Ólympíuleikum. Ég er ósáttur við að hafa ekki fengið að spila meira en þetta er ákvörðun þjálfarans. Það er greinilega eitthvað sem þeir eru ekki að "fíla" við mig, en það verður bara að hafa það. Það getur alveg eins einhver annar setið þarna á bekknum eins og ég, þó ég telji mig nú geta hjálpað liðinu meira en ég hef fengið tækifæri til að sýna," sagði Einar. "Ég er fyrst og fremst að hugsa um að spila mig í form og er að æfa á fullu núna," sagði Einar, sem er aftur kominn á kunnuglegar slóðir hjá Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni. "Það er hugur í mönnum hérna núna og félagið ætlar að taka smá áhættu. Liðið er búið að sigla lygnan sjó undanfarin ár en nú eru væntingar gerðar til liðsins - sennilega í fyrsta skipti í 60 ár," sagði Einar léttur í bragði. Einar hefur leikið 73 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim 215 mörk. Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar og ætlar Einar að láta fjölskylduna hafa forgang. Hann segir það hafa haft áhrif á ákvörðun sína að hann hafi ekki fengið að spila eins mikið og hann hefði óskað í síðustu verkefnum með landsliðinu. "Eins og síðasti mánuður spilaðist ákvað ég að eyða ekki öðrum mánuði í ekki neitt. Ég var bara ósáttur við hvað ég fékk lítil tækifæri þennan síðasta mánuð og ég vil miklu frekar vera heima hjá nýfæddu barni en að vera túristi þarna í Peking," sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að það hefði komið til greina að gefa kost á sér ef hann og kona hans hefðu ekki átt von á barni. Hann segist ósáttur við hversu lítið hann fékk að spila í verkefnum landsliðsins í sumar, en virðir ákvörðun Guðmundar þjálfara. "Það getur vel verið að ég hefði gefið kost á mér ef við hefðum ekki átt von á barni, því það er nú auðvitað gaman að spila á Ólympíuleikum. Ég er ósáttur við að hafa ekki fengið að spila meira en þetta er ákvörðun þjálfarans. Það er greinilega eitthvað sem þeir eru ekki að "fíla" við mig, en það verður bara að hafa það. Það getur alveg eins einhver annar setið þarna á bekknum eins og ég, þó ég telji mig nú geta hjálpað liðinu meira en ég hef fengið tækifæri til að sýna," sagði Einar. "Ég er fyrst og fremst að hugsa um að spila mig í form og er að æfa á fullu núna," sagði Einar, sem er aftur kominn á kunnuglegar slóðir hjá Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni. "Það er hugur í mönnum hérna núna og félagið ætlar að taka smá áhættu. Liðið er búið að sigla lygnan sjó undanfarin ár en nú eru væntingar gerðar til liðsins - sennilega í fyrsta skipti í 60 ár," sagði Einar léttur í bragði. Einar hefur leikið 73 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim 215 mörk.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira