Ljómi sjálfsblekkingarinnar Karen D. Kjartansdóttir skrifar 16. desember 2008 10:14 Vilji maður trúa á hæfni einhvers þarf ekki nema ein meðmæli til að fullvissa mann um gæði viðkomandi. Fari einhver í taugarnar á manni getur heill skjalaskápur af lofi hins vegar ekki sannfært mann um kosti manneskjunnar. Það sama á við um það sem við höldum um okkur sjálf. Við blekkjum okkur ómeðvitað til að sannfæra okkur um eigin mannkosti sem og þeirra sem við kunnum vel við. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar sem leiða þessa annmarka veruleikasýnar okkar í ljós. Ein skemmtilegasta bók um mannshugann sem held að hafi verið þýdd á íslensku er bókin Hnotið um hamingjuna en í henni er raunveran og þær breytingar sem hún tekur í huga okkar reifaðar á bráðskemmtilegan hátt.Mér hefur verið hugsað til þessarar bókar og þeirrar visku sem hún hefur að geyma að undanförnu. Hún varpar ljósi á hvers vegna einarðir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins geta sagt að hér á landi sé allt í allra besta lagi, bestu menn haldi um stjórnartaumana og við þeim megi ekki hrófla. Það séu fífl sem haldi öðru fram. Speki persónunnar Altúngu í sögunni Birtíngi um að allt í veröldinni sé eins og best sé á kosið er þægileg sýn á heiminn.Fullyrðingar um að stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins hafi orðið landinu til góðs og íbúar þess séu ekkert í svo hrikalega slæmum málum hljómar nú eins og brandari. Innst inni langar mann auðvitað að trúa því að sannleikskorn leynist í slíkum málflutningi, en þá getur maður ekki annað en rifjað upp eldri viðbrögð íslenskra ráðamanna við hrakspám erlendra sérfræðinga. Þær þóttu ekki svaraverðar.Mikið kemur á óvart að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið í íslensku samfélagi virðist heimssýn íslenskra stjórnmálamanna hafa haldist óbreytt. Á sama tíma virðist jafnvel Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna og einn helsti trúboði frjálshyggjunnar síðustu áratugi, hafa gengið af sinni trú þegar skjalaskápar uppfullir af sannindum um að trú hans á heiminn væri röng hrönnuðust upp. Einlæg trú verður þó ekki alltaf afrugluð en það verður hálf kjánalegt að fylgjast með slíku. Svona rétt eins og að fylgjast með helsta kvennaljóma gagnfræðaskólans slá um sig í skjóli gamalla vinsælda á bekkjarmóti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Vilji maður trúa á hæfni einhvers þarf ekki nema ein meðmæli til að fullvissa mann um gæði viðkomandi. Fari einhver í taugarnar á manni getur heill skjalaskápur af lofi hins vegar ekki sannfært mann um kosti manneskjunnar. Það sama á við um það sem við höldum um okkur sjálf. Við blekkjum okkur ómeðvitað til að sannfæra okkur um eigin mannkosti sem og þeirra sem við kunnum vel við. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar sem leiða þessa annmarka veruleikasýnar okkar í ljós. Ein skemmtilegasta bók um mannshugann sem held að hafi verið þýdd á íslensku er bókin Hnotið um hamingjuna en í henni er raunveran og þær breytingar sem hún tekur í huga okkar reifaðar á bráðskemmtilegan hátt.Mér hefur verið hugsað til þessarar bókar og þeirrar visku sem hún hefur að geyma að undanförnu. Hún varpar ljósi á hvers vegna einarðir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins geta sagt að hér á landi sé allt í allra besta lagi, bestu menn haldi um stjórnartaumana og við þeim megi ekki hrófla. Það séu fífl sem haldi öðru fram. Speki persónunnar Altúngu í sögunni Birtíngi um að allt í veröldinni sé eins og best sé á kosið er þægileg sýn á heiminn.Fullyrðingar um að stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins hafi orðið landinu til góðs og íbúar þess séu ekkert í svo hrikalega slæmum málum hljómar nú eins og brandari. Innst inni langar mann auðvitað að trúa því að sannleikskorn leynist í slíkum málflutningi, en þá getur maður ekki annað en rifjað upp eldri viðbrögð íslenskra ráðamanna við hrakspám erlendra sérfræðinga. Þær þóttu ekki svaraverðar.Mikið kemur á óvart að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið í íslensku samfélagi virðist heimssýn íslenskra stjórnmálamanna hafa haldist óbreytt. Á sama tíma virðist jafnvel Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna og einn helsti trúboði frjálshyggjunnar síðustu áratugi, hafa gengið af sinni trú þegar skjalaskápar uppfullir af sannindum um að trú hans á heiminn væri röng hrönnuðust upp. Einlæg trú verður þó ekki alltaf afrugluð en það verður hálf kjánalegt að fylgjast með slíku. Svona rétt eins og að fylgjast með helsta kvennaljóma gagnfræðaskólans slá um sig í skjóli gamalla vinsælda á bekkjarmóti.