Dollar sjaldan sterkari 4. september 2008 00:01 Gengi Bandaríkjadals gagnvart krónu hefur ekki verið hærra í tæp sex ár. „Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Gengi Bandaríkjadals fór yfir 85 íslenskar krónur í gær. Gengi sem þetta hefur ekki sést síðan seint í desember 2002 þegar dalurinn var að koma niður úr methæðum. Hæst fór gengið í 110,39 krónum í nóvember árið 2001. Tómas bendir á að Bandaríkjadalur hafi verið að sækja í sig veðrið gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum síðustu daga eftir veikingu frá fyrrahausti. Á móti hafi evran staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og því hafi mátt búast við að eðlilegt væri að hún gæfi eitthvað eftir. Nýlegar tölur sem sýna hraða veikingu hagkerfis evrusvæðisins hafa aukið þrýstinginn. Krónan hefur á móti veikst um rúm 25 prósent frá áramótum. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að hún muni haldast veik áfram, við 155 stigin, fram á næsta vor. Hún stóð í rúmum 160 stigum í gær. Þróunin hefur haft sitt að segja um verð á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Átta gígabita iPod-tónlistarspilari sem kostaði 25 þúsund krónur í nóvember í fyrra í Apple-versluninni kostar nú tæpar 33 þúsund krónur. Munurinn nemur 32 prósentum. - jab Markaðir Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
„Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Gengi Bandaríkjadals fór yfir 85 íslenskar krónur í gær. Gengi sem þetta hefur ekki sést síðan seint í desember 2002 þegar dalurinn var að koma niður úr methæðum. Hæst fór gengið í 110,39 krónum í nóvember árið 2001. Tómas bendir á að Bandaríkjadalur hafi verið að sækja í sig veðrið gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum síðustu daga eftir veikingu frá fyrrahausti. Á móti hafi evran staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og því hafi mátt búast við að eðlilegt væri að hún gæfi eitthvað eftir. Nýlegar tölur sem sýna hraða veikingu hagkerfis evrusvæðisins hafa aukið þrýstinginn. Krónan hefur á móti veikst um rúm 25 prósent frá áramótum. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að hún muni haldast veik áfram, við 155 stigin, fram á næsta vor. Hún stóð í rúmum 160 stigum í gær. Þróunin hefur haft sitt að segja um verð á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Átta gígabita iPod-tónlistarspilari sem kostaði 25 þúsund krónur í nóvember í fyrra í Apple-versluninni kostar nú tæpar 33 þúsund krónur. Munurinn nemur 32 prósentum. - jab
Markaðir Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira