Innlenda raforku á bílana Auðunn Arnórsson skrifar 15. mars 2008 06:00 Íslendingar fá þessa dagana að kenna á afleiðingum veiks gengis krónunnar og síhækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Lítrinn af bensíni og díselolíu er kominn í kringum 150-kall og heldur áfram að hækka. Eldsneytisverð til almennings hefur þannig hækkað um tugi prósenta á einu ári og rekstrarkostnaður meðalfjölskyldubílsins hækkað um tugi þúsunda króna. Um leið og þessu fer fram er stjórnskipaður vinnuhópur að skila af sér tillögum að endurskoðun skatta- og tollakerfisins með það fyrir augum að hvetja Íslendinga til að kaupa og nota umhverfisvænni farartæki og eldsneytiskosti. Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur boðað að á grundvelli þessara tillagna verði samin ný lög sem gengið geti í gildi um næstu áramót, en þá renna út tímabundnar bráðabirgðareglugerðir sem kveða meðal annars á um afslátt af aðflutningsgjöldum af bílum sem knúnir eru umhverfisvænna eldsneyti á borð við metangas eða rafmagn. Stefna stjórnvalda í þessum efnum hefur lengi verið full af mótsögnum. Þungaskattskerfið stóð lengi í vegi fyrir því að Ísland gæti eins og önnur Evrópulönd notið góðs af þeirri miklu þróun sem orðið hefur í díselvélatækninni, en hún hefur meira en nokkuð annað dregið úr eyðslu bifreiðaflota meginlandsins, og þar með einnig úr útblæstri frá honum. Nú er yfir helmingur allra seldra einkabíla á meginlandi Evrópu knúinn sparneytinni díselvél með háþróuðum útblásturshreinsibúnaði. Vegna þess hve skammt er síðan þungaskattskerfinu var breytt - og hvernig skattheimtu af díselolíu er enn háttað í samanburði við bensín - er þetta hlutfall hér á landi aðeins um 10 prósent. Annað dæmi er að þegar síðast voru gerðar breytingar á kerfi aðflutningsgjalda af bílum var það að vísu einfaldað - sem er jákvætt - en í reynd voru áhrifin af breytingunni þau að gjöld af stórum og eyðslufrekum bílum lækkuðu. Þegar menn unnvörpum misnotuðu ákvæði aðflutningsgjaldareglnanna um atvinnubíla til að flytja ódýrt inn risastóra bandaríska pallbíla til einkanota aðhöfðust yfirvöld ekkert. Það er því ekki að undra að meðaleyðsla íslenzka bílaflotans hefur á síðustu neyzluæðisárum aukist í stað þess að minnka! Hins vegar hafa aðgerðir yfirvalda til að hvetja til kaupa og nota á umhverfisvænni kostum verið mjög brota- og tilviljanakenndar. Það er því sannarlega tímabært, í þágu þjóðarhags, að þær reglur sem að þessu lúta séu endurskoðaðar í heild. Mikil þróun á sér nú stað hjá bílaframleiðendum á umhverfisvænni knúningstækni. Frá Toyota og fleiri leiðandi framleiðendum er von á svonefndum tengil-tvinnbílum á markað. Það eru bílar með litlum brunahreyfli (sem gengur fyrir bensíni, díselolíu, etanóli eða öðru eldsneyti) og rafmagni. Rafgeyma þessarar nýjustu kynslóðar tvinnbíla er líka hægt að hlaða úr heimilisinnstungu. Þessi tækni gerir Íslendingum kleift að nota eigin, endurnýjanlegu raforku til að knýja heimilisbílinn að verulegu leyti. Tengil-tvinnbílar brúa þannig bilið yfir í framtíð óháða innfluttu jarðefnaeldsneyti. Hver sem sú tæknilausn annars verður, sem að lokum verður ofan á í samkeppninni og reynast mun íslenzkum aðstæðum bezt, þá er brýnt að regluverkið sem um samgöngutæki og eldsneytiskosti gildir hérlendis taki mið af breyttum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun
Íslendingar fá þessa dagana að kenna á afleiðingum veiks gengis krónunnar og síhækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Lítrinn af bensíni og díselolíu er kominn í kringum 150-kall og heldur áfram að hækka. Eldsneytisverð til almennings hefur þannig hækkað um tugi prósenta á einu ári og rekstrarkostnaður meðalfjölskyldubílsins hækkað um tugi þúsunda króna. Um leið og þessu fer fram er stjórnskipaður vinnuhópur að skila af sér tillögum að endurskoðun skatta- og tollakerfisins með það fyrir augum að hvetja Íslendinga til að kaupa og nota umhverfisvænni farartæki og eldsneytiskosti. Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur boðað að á grundvelli þessara tillagna verði samin ný lög sem gengið geti í gildi um næstu áramót, en þá renna út tímabundnar bráðabirgðareglugerðir sem kveða meðal annars á um afslátt af aðflutningsgjöldum af bílum sem knúnir eru umhverfisvænna eldsneyti á borð við metangas eða rafmagn. Stefna stjórnvalda í þessum efnum hefur lengi verið full af mótsögnum. Þungaskattskerfið stóð lengi í vegi fyrir því að Ísland gæti eins og önnur Evrópulönd notið góðs af þeirri miklu þróun sem orðið hefur í díselvélatækninni, en hún hefur meira en nokkuð annað dregið úr eyðslu bifreiðaflota meginlandsins, og þar með einnig úr útblæstri frá honum. Nú er yfir helmingur allra seldra einkabíla á meginlandi Evrópu knúinn sparneytinni díselvél með háþróuðum útblásturshreinsibúnaði. Vegna þess hve skammt er síðan þungaskattskerfinu var breytt - og hvernig skattheimtu af díselolíu er enn háttað í samanburði við bensín - er þetta hlutfall hér á landi aðeins um 10 prósent. Annað dæmi er að þegar síðast voru gerðar breytingar á kerfi aðflutningsgjalda af bílum var það að vísu einfaldað - sem er jákvætt - en í reynd voru áhrifin af breytingunni þau að gjöld af stórum og eyðslufrekum bílum lækkuðu. Þegar menn unnvörpum misnotuðu ákvæði aðflutningsgjaldareglnanna um atvinnubíla til að flytja ódýrt inn risastóra bandaríska pallbíla til einkanota aðhöfðust yfirvöld ekkert. Það er því ekki að undra að meðaleyðsla íslenzka bílaflotans hefur á síðustu neyzluæðisárum aukist í stað þess að minnka! Hins vegar hafa aðgerðir yfirvalda til að hvetja til kaupa og nota á umhverfisvænni kostum verið mjög brota- og tilviljanakenndar. Það er því sannarlega tímabært, í þágu þjóðarhags, að þær reglur sem að þessu lúta séu endurskoðaðar í heild. Mikil þróun á sér nú stað hjá bílaframleiðendum á umhverfisvænni knúningstækni. Frá Toyota og fleiri leiðandi framleiðendum er von á svonefndum tengil-tvinnbílum á markað. Það eru bílar með litlum brunahreyfli (sem gengur fyrir bensíni, díselolíu, etanóli eða öðru eldsneyti) og rafmagni. Rafgeyma þessarar nýjustu kynslóðar tvinnbíla er líka hægt að hlaða úr heimilisinnstungu. Þessi tækni gerir Íslendingum kleift að nota eigin, endurnýjanlegu raforku til að knýja heimilisbílinn að verulegu leyti. Tengil-tvinnbílar brúa þannig bilið yfir í framtíð óháða innfluttu jarðefnaeldsneyti. Hver sem sú tæknilausn annars verður, sem að lokum verður ofan á í samkeppninni og reynast mun íslenzkum aðstæðum bezt, þá er brýnt að regluverkið sem um samgöngutæki og eldsneytiskosti gildir hérlendis taki mið af breyttum tímum.