Umfjöllun: Fram færðist nær titlinum 13. apríl 2008 12:04 Einar Jónsson horfði á sínar stelpur hleypa Gróttu inn í leikinn í seinni hálfleik. Fréttablaið/Vilhelm Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna. Fram hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og fór liðið á kostum. Liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10, og virtist ætla að rúlla yfir fámennt lið Gróttu. Þrátt fyrir að vera aðeins með ellefu leikmenn á skýrslu var seinni hálfleikur eign Gróttu. Liðið byrjaði mun betur og minnkaði muninn í fimm mörk strax í byrjun. Fram náði ágætum kafla um miðbik hálfleiksins og skoraði þrjú mörk í röð og komst átta mörkum yfir, 18-26. Í kjölfarið missti Grótta leikmann af velli í tvær mínútur en einum færri skoraði Grótta þrjú mörk gegn engu og með fullmannað lið bætti það um betur og skoraði alls sjö mörk í röð og munurinn skyndilega kominn niður í eitt mark, 25-26. Gróttu skorti þrek til að láta kné fylgja kviði og Fram marði að lokum tveggja marka sigur, 28-26. Fram er því enn með þriggja stiga forystu á Val á toppi deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir. Stjarnan kemur næst fjórum stigum á eftir en Stjarnan á þrjá leiki eftir og er með betri innbyrðis árangur gegn Fram. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur við leik síns liðs í síðari hálfleik. „Þetta er ennþá í okkar höndum, sem er sennilega það eina jákvæða við seinni hálfleikinn. Við spiluðum 30 mínútur frábærlega og 30 mínútur ömurlega. Við töluðum sérstaklega um það í hálfleik að halda áfram að spila okkar leik en eins og oft áður héldu menn ekki haus, fóru að gera hlutina upp á eigin spýtur og héldu að þetta væri komið. Þá fer svona en sem betur fer kláruðum við þetta. Það er frábært að ná í tvö stig hér en við áttum að klára leikinn á sannfærandi máta.“ Fram leikur eins konar úrslitaleik við Val á fimmtudaginn kemur en með sigri í þeim leik og í lokaleik liðsins gegn FH verður liðið Íslandsmeistari en tapi liðið verður Stjarnan meistari vinni Garðbæingar síðustu þrjá leiki sína. „Við hlökkum til að eiga við Val og förum án pressu í leikinn. Við ætlum að hafa gaman að þessu og njóta þess. Við erum í þessu fyrir svona leiki,“ sagði Einar í leikslok.- gmi Olís-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna. Fram hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og fór liðið á kostum. Liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10, og virtist ætla að rúlla yfir fámennt lið Gróttu. Þrátt fyrir að vera aðeins með ellefu leikmenn á skýrslu var seinni hálfleikur eign Gróttu. Liðið byrjaði mun betur og minnkaði muninn í fimm mörk strax í byrjun. Fram náði ágætum kafla um miðbik hálfleiksins og skoraði þrjú mörk í röð og komst átta mörkum yfir, 18-26. Í kjölfarið missti Grótta leikmann af velli í tvær mínútur en einum færri skoraði Grótta þrjú mörk gegn engu og með fullmannað lið bætti það um betur og skoraði alls sjö mörk í röð og munurinn skyndilega kominn niður í eitt mark, 25-26. Gróttu skorti þrek til að láta kné fylgja kviði og Fram marði að lokum tveggja marka sigur, 28-26. Fram er því enn með þriggja stiga forystu á Val á toppi deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir. Stjarnan kemur næst fjórum stigum á eftir en Stjarnan á þrjá leiki eftir og er með betri innbyrðis árangur gegn Fram. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur við leik síns liðs í síðari hálfleik. „Þetta er ennþá í okkar höndum, sem er sennilega það eina jákvæða við seinni hálfleikinn. Við spiluðum 30 mínútur frábærlega og 30 mínútur ömurlega. Við töluðum sérstaklega um það í hálfleik að halda áfram að spila okkar leik en eins og oft áður héldu menn ekki haus, fóru að gera hlutina upp á eigin spýtur og héldu að þetta væri komið. Þá fer svona en sem betur fer kláruðum við þetta. Það er frábært að ná í tvö stig hér en við áttum að klára leikinn á sannfærandi máta.“ Fram leikur eins konar úrslitaleik við Val á fimmtudaginn kemur en með sigri í þeim leik og í lokaleik liðsins gegn FH verður liðið Íslandsmeistari en tapi liðið verður Stjarnan meistari vinni Garðbæingar síðustu þrjá leiki sína. „Við hlökkum til að eiga við Val og förum án pressu í leikinn. Við ætlum að hafa gaman að þessu og njóta þess. Við erum í þessu fyrir svona leiki,“ sagði Einar í leikslok.- gmi
Olís-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira