Viðskipti innlent

Bakkavör og Exista hækka í byrjun dags

Stærstu eignir Bakkabræðra hafa hækkað mest í upphafi viðskiptadasgins í Kauphöllinni í dag.
Stærstu eignir Bakkabræðra hafa hækkað mest í upphafi viðskiptadasgins í Kauphöllinni í dag. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Bakkavör og Existu hækkaði mest í byrjun dags og skiptu félögin hratt um efsta sæti á fyrstu mínutum viðskiptadagsins. Bakkavör hækkaði um 2,71 prósent og Exista um 2,04 prósent.

Á eftir fylgdu Færeyjabanki, Marel og Landsbankinn, sem öll hækkuðu um rúmt prósentustig.

Gengi hlutabréfa í Glitni og færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði sömuleiðis um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan hækkað um 1,32 prósent, sem er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum, og stóð vísitalan í 4.295 stigum þegar skammt var liðið frá fyrstu viðskiptum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×