Svo virðist sem þriggja mánaða verkfalli handritshöfunda í Hollywood sé leyst og þeir snúi aftur til vinnu um miðja vikuna.
Aðgerðirnar hafa stöðvað framleiðslu sjónvarpsþátta og kvikmynda og kostað framleiðendur milljarða bandaríkjadala. Tekist var á um höfundaréttargreiðslur vegna sölu myndefnis á netinu og dvd-diskum.
Talsmaður samtaka handritshöfunda segir ásættanlegan samning í höfn. Félagsmenn - sem eru um tólf þúsund talsins - eiga þó eftir að greiða atkvæði um hann.