Ljós í myrkri Þorsteinn Pálsson skrifar 26. maí 2008 08:00 Frá síðustu haustdögum hefur fátt spurst úr ráðhúsi Reykvíkinga sem ástæða er til að fagna eða binda sérstakar vonir við um betri tíð með blóm í haga. Satt best að segja hefur hvílt skuggi yfir stjórnmálalífi höfuðborgarinnar. Því meiri ástæða er til að veita því athygli þegar þaðan berast góð tíðindi. Opinber fjármálasýsla er að vísu ekki efni sem fangar athygli manna að öllu jöfnu. Óhætt er að fullyrða að borgarsjóður á ekki fremur en ríkissjóður marga hollvini sem láta sér annt um heilbrigði hans og viðgang. Fáir nenna að leggja við hlustir þegar talnaraðir þar um eru lesnar. Það þykir vera einföld skylda þeirra sem sýsla með opinber fjármál að hafa þau í lagi. Út frá því er gengið sem sjálfsögðum hlutum. Fari þeir á verri veg reyna menn gjarnan að leiða óþægilegar staðreyndir af því tagi hjá sér. Eftir sem áður er það kaldur og harður veruleiki að forsenda alls þess áhugaverða og framsækna sem menn fýsir að ræða varðandi samneyslu borgaranna er sú að opinber fjármálasýsla sé í góðu horfi. Um nokkuð langan tíma hefur verið ákveðinn veikleiki í fjármálasýslu borgarinnar sem kominn var tími til að taka á. Þær tölur sem borgarstjóri kunngerði í síðustu viku um reikningshald Reykjavíkurborgar á síðasta ári voru því eins og ljós í myrkri. Ársreikningurinn fyrir árið 2007 sýnir þannig mikinn viðsnúning. Á því ári hefur tekist að vinda ofan af vaxandi hallarekstri og skuldasöfnun. Tölurnar segja sína sögu. Hallinn á rekstri aðalsjóðs borgarinnar á árunum 2003 til 2006 var tæpir þrettán milljarðar króna. Á móti var hagnaðurinn á árinu 2007 yfir sex milljarðar króna. Til viðbótar þessum tölum kemur hluti af söluandvirði Landsvirkjunar. Slíkar einskiptis tekjur eru hins vegar ekki hæfar í samanburði af þessu tagi. Að sönnu hafa ytri aðstæður hjálpað fjármálastjórnendum borgarinnar að þessu leyti eins og talsmenn núverandi minnihluta hafa réttilega vakið athygli á. Augljóst er á hinn bóginn að svo afgerandi breyting hefði ekki gerst án markvissrar stjórnunar og pólitísks ásetnings um að snúa vondri þróun til betri vegar. Þau áform tókust. Niðurstaðan er því allrar eftirtektar verð. Hún lýtur hins vegar að liðnum tíma og segir ekki mikið um framhaldið. Að því leyti hefur hún ekki forspárgildi hvorki um fjármálin né pólitíska stöðu meirihlutans þegar kemur að uppgjöri kjósenda. Þessi árangur opnar hins vegar möguleika á að tefla framhaldið í fjármálunum af sæmilegri skynsemi. Breyttar aðstæður í þjóðarbúskapnum hafa stillt stjórnendum sveitarsjóða og þar með borgarsjóðs upp frammi fyrir nýjum og mjög svo erfiðum aðstæðum. Tekjur þessara sameiginlegu sjóða munu skreppa saman. Góð afkoma síðasta árs getur valdið andvaraleysi varðandi framhaldið. Á miklu veltur hins vegar að hún verði nýtt til áframhaldandi aðgæslu í þessum opinbera rekstri. Fjármálastjórnin verður þegar til kastanna kemur prófsteinn á þennan þriðja meirihluta kjörtímabilsins. Margir kunna að segja að honum verði við svo búið fátt til auðnu. Hann verður að sönnu sinn eiginn gæfusmiður. En áframhald á öruggri fjármálastjórn er lykilatriði í því efni. Í ríkjandi efnahagsástandi er aukheldur brýnt að sveitarsjóðir sýni ábyrgð í fjármálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Frá síðustu haustdögum hefur fátt spurst úr ráðhúsi Reykvíkinga sem ástæða er til að fagna eða binda sérstakar vonir við um betri tíð með blóm í haga. Satt best að segja hefur hvílt skuggi yfir stjórnmálalífi höfuðborgarinnar. Því meiri ástæða er til að veita því athygli þegar þaðan berast góð tíðindi. Opinber fjármálasýsla er að vísu ekki efni sem fangar athygli manna að öllu jöfnu. Óhætt er að fullyrða að borgarsjóður á ekki fremur en ríkissjóður marga hollvini sem láta sér annt um heilbrigði hans og viðgang. Fáir nenna að leggja við hlustir þegar talnaraðir þar um eru lesnar. Það þykir vera einföld skylda þeirra sem sýsla með opinber fjármál að hafa þau í lagi. Út frá því er gengið sem sjálfsögðum hlutum. Fari þeir á verri veg reyna menn gjarnan að leiða óþægilegar staðreyndir af því tagi hjá sér. Eftir sem áður er það kaldur og harður veruleiki að forsenda alls þess áhugaverða og framsækna sem menn fýsir að ræða varðandi samneyslu borgaranna er sú að opinber fjármálasýsla sé í góðu horfi. Um nokkuð langan tíma hefur verið ákveðinn veikleiki í fjármálasýslu borgarinnar sem kominn var tími til að taka á. Þær tölur sem borgarstjóri kunngerði í síðustu viku um reikningshald Reykjavíkurborgar á síðasta ári voru því eins og ljós í myrkri. Ársreikningurinn fyrir árið 2007 sýnir þannig mikinn viðsnúning. Á því ári hefur tekist að vinda ofan af vaxandi hallarekstri og skuldasöfnun. Tölurnar segja sína sögu. Hallinn á rekstri aðalsjóðs borgarinnar á árunum 2003 til 2006 var tæpir þrettán milljarðar króna. Á móti var hagnaðurinn á árinu 2007 yfir sex milljarðar króna. Til viðbótar þessum tölum kemur hluti af söluandvirði Landsvirkjunar. Slíkar einskiptis tekjur eru hins vegar ekki hæfar í samanburði af þessu tagi. Að sönnu hafa ytri aðstæður hjálpað fjármálastjórnendum borgarinnar að þessu leyti eins og talsmenn núverandi minnihluta hafa réttilega vakið athygli á. Augljóst er á hinn bóginn að svo afgerandi breyting hefði ekki gerst án markvissrar stjórnunar og pólitísks ásetnings um að snúa vondri þróun til betri vegar. Þau áform tókust. Niðurstaðan er því allrar eftirtektar verð. Hún lýtur hins vegar að liðnum tíma og segir ekki mikið um framhaldið. Að því leyti hefur hún ekki forspárgildi hvorki um fjármálin né pólitíska stöðu meirihlutans þegar kemur að uppgjöri kjósenda. Þessi árangur opnar hins vegar möguleika á að tefla framhaldið í fjármálunum af sæmilegri skynsemi. Breyttar aðstæður í þjóðarbúskapnum hafa stillt stjórnendum sveitarsjóða og þar með borgarsjóðs upp frammi fyrir nýjum og mjög svo erfiðum aðstæðum. Tekjur þessara sameiginlegu sjóða munu skreppa saman. Góð afkoma síðasta árs getur valdið andvaraleysi varðandi framhaldið. Á miklu veltur hins vegar að hún verði nýtt til áframhaldandi aðgæslu í þessum opinbera rekstri. Fjármálastjórnin verður þegar til kastanna kemur prófsteinn á þennan þriðja meirihluta kjörtímabilsins. Margir kunna að segja að honum verði við svo búið fátt til auðnu. Hann verður að sönnu sinn eiginn gæfusmiður. En áframhald á öruggri fjármálastjórn er lykilatriði í því efni. Í ríkjandi efnahagsástandi er aukheldur brýnt að sveitarsjóðir sýni ábyrgð í fjármálum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun