Svíinn Hedblom með forystu í Malasíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2008 11:43 Peter Hedblom. Nordic Photos / Getty Images Forystumennirnir þrír fóru illa að ráði sínu þegar að þriðji keppnisdagur hófst á Malasíu-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hedblom hefur titil að verja á mótinu og lék á 65 höggum í morgun og er samtals á sautján höggum undir pari. Hann hefur tveggja högga forystu á Argentínumanninn Daniel Vancsik sem lék á 64 höggum í morgun. 49 kylfingar náðu ekki að klára sinn annan hring í gær þar sem keppni var frestað vegna þrumuveðurs. Þegar keppninni var frestað voru tveir menn, Nick Dougherty frá Englandi og heimamaðurinn Danny Chia í forystu á tólf undir pari. Í morgun náði svo Indverjinn Jyoti Randhawa að jafna árangur þeirra með því að klára sinn annan hring á samtals tólf undir pari. En þeir náðu ekki að halda forystunni. Randhawa lék á 70 höggum í dag og er í 3.-5. sæti ásamt þeim Simon Dyson frá Englandi og Dananum Sören Kjeldsen. Dougherty lék á 72 höggum og er í 6.-9. sæti ásamt Ástralanum Scott Barr og Darren Clarke frá Norður-Írlandi. En heimamaðurinn Chia átti alls ekki góðan dag. Hann lék á átta höggum yfir pari og er í 55.-61. sæti. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Forystumennirnir þrír fóru illa að ráði sínu þegar að þriðji keppnisdagur hófst á Malasíu-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hedblom hefur titil að verja á mótinu og lék á 65 höggum í morgun og er samtals á sautján höggum undir pari. Hann hefur tveggja högga forystu á Argentínumanninn Daniel Vancsik sem lék á 64 höggum í morgun. 49 kylfingar náðu ekki að klára sinn annan hring í gær þar sem keppni var frestað vegna þrumuveðurs. Þegar keppninni var frestað voru tveir menn, Nick Dougherty frá Englandi og heimamaðurinn Danny Chia í forystu á tólf undir pari. Í morgun náði svo Indverjinn Jyoti Randhawa að jafna árangur þeirra með því að klára sinn annan hring á samtals tólf undir pari. En þeir náðu ekki að halda forystunni. Randhawa lék á 70 höggum í dag og er í 3.-5. sæti ásamt þeim Simon Dyson frá Englandi og Dananum Sören Kjeldsen. Dougherty lék á 72 höggum og er í 6.-9. sæti ásamt Ástralanum Scott Barr og Darren Clarke frá Norður-Írlandi. En heimamaðurinn Chia átti alls ekki góðan dag. Hann lék á átta höggum yfir pari og er í 55.-61. sæti.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira