Lífið

Tvífarar: Bankastjórinn og borgarfulltrúinn

Gísli Marteinn Baldursson og Joseph Yam Chi-kwong.
Gísli Marteinn Baldursson og Joseph Yam Chi-kwong.

Borgarfulltrúinn og sjálfstæðismaðurinn Gísli Marteinn Baldursson á sér tvífara úr fjármálaheiminum. Joseph Yam seðlabankastjóri í Hong Kong er launahæsti seðlabankastjóri í heimi og er ekki ósvipaður borgarfulltrúanum sem nú stundar nám í Skotlandi.

Joseph Yam Chi-kwong er fæddur árið 1947 og er því 61 árs, Gísli varð hinsvegar 36 ára gamall í febrúar á þessu ári. Félagarnir eiga það m.a sameiginlegt að halda báðir úti bloggsíðum. Joseph var reyndar fyrsti embættismaðurinn í Hong Kong til þess að blogga. Hann skrifaði fyrstu bloggfærslu sína í febrúar árið 1999.

Þrátt fyrir aldursmuninn og þá staðreynd að Joseph sé vel gráhærður er nokkuð mikill svipur með þeim félögum. Gísli og Jospeh eru tvífarar dagsins hér á Vísi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.