Körfubolti

KR í 16-liða úrslit eftir sigur á Snæfelli

Jakob Sigurðarson skoraði 26 stig hjá KR í kvöld
Jakob Sigurðarson skoraði 26 stig hjá KR í kvöld Mynd/Daníel

KR vann í kvöld útisigur á Snæfelli 79-73 í 32-liða úrslitum Subway bikarsins í körfubolta, en fimm leikir voru á dagskrá í keppninni.

Jakob Sigurðarson var atkvæðamestur hjá KR með 29 stig, Jón Arnór Stefánsson skoraði 22 stig og afmælisbarnið Fannar Ólafsson, sem er þrítugur í dag, skoraði 10 stig og hirti 9 fráköst. Jason Dourisseau skoraði ekki stig í leiknum og fékk sína fimmtu villu í lok leiksins.

Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 26 stig, Jón Jónsson skoraði 16 stig og Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og hirti 14 fráköst.

Í hinum úrvalsdeildarslagnum vann Þór góðan sigur á FSu á Selfossi 63-55. Cedric Isom skoraði 30 stig og hirti 17 fráköst fyrir Þór en Sævar Sigmundsson skoraði 16 stig og hirti 16 fráköst fyrir FSu.

1. deildarlið Hauka sló úrvalsdeildarlið Breiðabliks úr keppni með 83-75 sigri á heimavelliþar sem Sveinn Ómar Sveinsson skoraði 20 stig fyrir Hauka en Rúnar Erlingsson var atkvæðamestur Blika með 21 stig.

ÍR valtaði yfir ÍG í Grindavík 123-67 þar sem þeir Ólafur Þórisson, Hreggviður Magnússon og Sveinbjörn Claessen skoruðu 20 stig hver fyrir ÍR og Steinar Arason 19.

Grindavík burstaði Ármann 114-62. Guðlaugur Eyjólfsson skoraði 28 stig fyrir Grindavík og Páll Axel Vilbergsson 19, en Níels Dungal og Gunnlaugur Elsuson skoruðu 17 hvor fyrir Ármann.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×