Sýsifos á Bessastöðum Bergsteinn Sigurðsson skrifar 17. október 2008 07:00 Áhugamenn um goðafræði eru sjálfsagt í essinu sínu nú þegar allt úir og grúir af dæmum sem hreinlega hrópa á að fornar táknmyndir verði heimfærðar upp á. Útrásarvíkingarnir ósnertanlegu eru til dæmis komnir í hlutverk Íkarusar, sem flaug of nálægt sólinni og hrapaði til jarðar. Einn beljakinn hét meira að segja Samson, eins og þessi í Biblíunni, og þegar síðast fréttist var bæði búið að skera af honum hárið og rýja hann inn að skinni. Þá er ekki ólíklegt að undanfarin ár hafi mörgum liðið eins og Tantalusi, þeim sem stal ódáinsfæðu guðanna og dæmdist til eilífs hungurs - þjakaður af nálægð seðjandi berja og svalandi vatns, sem hann náði þó aldrei til. Almenningur horfði upp á veisluhöldin undanfarin ár og þótt sumir hafi komist í brauðmolana sem hrukku af borðunum, voru allsnægtirnar iðulega rétt utan seilingar. Og ekki er nú herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, mikið betur settur. Nú staulast hann á milli vinnustaða - með siggrónar hendur og bólgin hné eftir að hafa klappað fyrir og hossað auðvaldinu árum saman - og stappar stálinu í launafólk. Gamli góði Atlas með heiminn á herðum sér. En í hamhleypunni Ólafi Ragnari rúmast tveir menn og eftir að hafa lesið við hann viðtal í vikunni kom ég auga á hver hinn var: „Þeir sem trúðu á þetta módel," sagði forsetinn um auðhyggjuna, „standa kannski í svipuðum sporum og þeir sem trúðu á kommúnismann hér áður fyrr og þurfa að endurskoða grunnhugmyndir sínar." Hér talar fyrrverandi leiðtogi Alþýðubandalagsins sjálfsagt af sárri reynslu. Og nú er komið á daginn að tvo áratugi í röð þarf hann að horfa upp á heimsmynd sína og hugmyndakerfi hrynja til grunna; allaballi allaballanna var ekki fyrr búinn að klippa á tengslin við sósíalismann og binda trúss sitt við frjálshyggjuna áður en hún fór sömu leið. Er hér ekki Sýsifos lifandi kominn, sá sem bisast með steininn upp brekkuna til þess eins að horfa á hann velta aftur niður og byrja upp á nýtt. Þetta er auðvitað þyngra en tárum taki, eins og vinsælt er að segja þessa dagana. En í kvöð Sýsifosar á Bessastöðum er framtíðarlausn okkar hinna fólgin. Ég legg til að við bíðum átekta og sjáum til hvaða hugmyndafræði Ólafur Ragnar Grímsson hallar sér að næst. Svo gerum við hið gagnstæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Áhugamenn um goðafræði eru sjálfsagt í essinu sínu nú þegar allt úir og grúir af dæmum sem hreinlega hrópa á að fornar táknmyndir verði heimfærðar upp á. Útrásarvíkingarnir ósnertanlegu eru til dæmis komnir í hlutverk Íkarusar, sem flaug of nálægt sólinni og hrapaði til jarðar. Einn beljakinn hét meira að segja Samson, eins og þessi í Biblíunni, og þegar síðast fréttist var bæði búið að skera af honum hárið og rýja hann inn að skinni. Þá er ekki ólíklegt að undanfarin ár hafi mörgum liðið eins og Tantalusi, þeim sem stal ódáinsfæðu guðanna og dæmdist til eilífs hungurs - þjakaður af nálægð seðjandi berja og svalandi vatns, sem hann náði þó aldrei til. Almenningur horfði upp á veisluhöldin undanfarin ár og þótt sumir hafi komist í brauðmolana sem hrukku af borðunum, voru allsnægtirnar iðulega rétt utan seilingar. Og ekki er nú herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, mikið betur settur. Nú staulast hann á milli vinnustaða - með siggrónar hendur og bólgin hné eftir að hafa klappað fyrir og hossað auðvaldinu árum saman - og stappar stálinu í launafólk. Gamli góði Atlas með heiminn á herðum sér. En í hamhleypunni Ólafi Ragnari rúmast tveir menn og eftir að hafa lesið við hann viðtal í vikunni kom ég auga á hver hinn var: „Þeir sem trúðu á þetta módel," sagði forsetinn um auðhyggjuna, „standa kannski í svipuðum sporum og þeir sem trúðu á kommúnismann hér áður fyrr og þurfa að endurskoða grunnhugmyndir sínar." Hér talar fyrrverandi leiðtogi Alþýðubandalagsins sjálfsagt af sárri reynslu. Og nú er komið á daginn að tvo áratugi í röð þarf hann að horfa upp á heimsmynd sína og hugmyndakerfi hrynja til grunna; allaballi allaballanna var ekki fyrr búinn að klippa á tengslin við sósíalismann og binda trúss sitt við frjálshyggjuna áður en hún fór sömu leið. Er hér ekki Sýsifos lifandi kominn, sá sem bisast með steininn upp brekkuna til þess eins að horfa á hann velta aftur niður og byrja upp á nýtt. Þetta er auðvitað þyngra en tárum taki, eins og vinsælt er að segja þessa dagana. En í kvöð Sýsifosar á Bessastöðum er framtíðarlausn okkar hinna fólgin. Ég legg til að við bíðum átekta og sjáum til hvaða hugmyndafræði Ólafur Ragnar Grímsson hallar sér að næst. Svo gerum við hið gagnstæða.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun