Komdu fagnandi Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. desember 2008 07:00 Hrollvekjan Dýragrafreiturinn - Pet Cemetery - eftir Stephen King fjallar um grafreit sem er þeirri ónáttúru gæddur að þeir sem þar eru huslaðir, dýr og menn, ganga aftur og ekki eins og þeir áttu að sér að vera; einhver meinsemd hefur tekið sér bólfestu í þeim - einhver illska. Það er auðvitað ljótt að segja en sá grunur læðist að manni að eitthvað álíka hljóti að hafa hent Davíð Oddsson. Þegar pólitískur ferill Davíðs var borinn í grafhýsið við Kalkofnsveg undir fallegum minningarorðum héldum við að þar með væri þetta búið, einum kafla væri lokið og annar að hefjast. Aldeilis ekki. Davíð er snúinn aftur og skæðari en nokkru sinni áður. Er Seðlabankinn nokkuð reistur á fornu kumli? Davíð hefur átt það sem á ensku er kallað kombakk, en þá er átt við að einhver sem mátti muna fífil sinn fegurri hefur komist aftur til fyrri metorða. Yfirleitt haldast slíkar endurkomur í hendur við að endurheimta vinsældir sínar. Davíð fer hins vegar ekki troðnar slóðir frekar en venjulega og þess vegna felst hans kombakk þvert á móti í fáheyrðum óvinsældum. Það eru einmitt þversagnir á borð við þessa sem hafa þrátt fyrir allt gert Davíð dálítið heillandi í gegnum tíðina. En öllu má ofgera. Ferill Davíðs minnir nú helst á stórbrotna tragedíu eftir Shakespeare - Harmleikurinn um Davíð haftaprins. Ungur eldhugi, með hollráð frá ömmu sinni í veganesti og hugsjónir um að kollvarpa samfélagi hafta og helsis, vinnur sigur í baráttu sinni og fær metnaði sínum svalað. Valdið hins vegar gleypir hann og leiðir til glötunar; áður en yfir lýkur stendur hugsjónamaðurinn uppi sem einvaldur hins nýja haftasamfélags, með alla þræði og skömmtunarseðla í hendi sér. Hann sýnir heldur ekki á sér neitt fararsnið. Nei, nú segist Davíð vera svo ungur og uppfullur af þreki að ef hann yrði rekinn úr Seðlabankanum myndi hann demba sér aftur í pólitík. Honum þykir líklega útreiðin sem hann hlaut í kosningnum 2003 ekki nógu afdráttarlaus. En það ber að fagna þessu tilboði. Ef einhver á skilið að fá að gangast undir fallöxi kjörklefans er það Davíð. Ég ragmana Davíð, að gera alvöru úr hótun sinni. Og ég vona að Geir Haarde, forsætisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, leggi sitt af mörkum til að svo megi verða. Rektu hann, Geir. Gefðu okkur tækifæri til að kveða niður þennan gangná í eitt skipti fyrir öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun
Hrollvekjan Dýragrafreiturinn - Pet Cemetery - eftir Stephen King fjallar um grafreit sem er þeirri ónáttúru gæddur að þeir sem þar eru huslaðir, dýr og menn, ganga aftur og ekki eins og þeir áttu að sér að vera; einhver meinsemd hefur tekið sér bólfestu í þeim - einhver illska. Það er auðvitað ljótt að segja en sá grunur læðist að manni að eitthvað álíka hljóti að hafa hent Davíð Oddsson. Þegar pólitískur ferill Davíðs var borinn í grafhýsið við Kalkofnsveg undir fallegum minningarorðum héldum við að þar með væri þetta búið, einum kafla væri lokið og annar að hefjast. Aldeilis ekki. Davíð er snúinn aftur og skæðari en nokkru sinni áður. Er Seðlabankinn nokkuð reistur á fornu kumli? Davíð hefur átt það sem á ensku er kallað kombakk, en þá er átt við að einhver sem mátti muna fífil sinn fegurri hefur komist aftur til fyrri metorða. Yfirleitt haldast slíkar endurkomur í hendur við að endurheimta vinsældir sínar. Davíð fer hins vegar ekki troðnar slóðir frekar en venjulega og þess vegna felst hans kombakk þvert á móti í fáheyrðum óvinsældum. Það eru einmitt þversagnir á borð við þessa sem hafa þrátt fyrir allt gert Davíð dálítið heillandi í gegnum tíðina. En öllu má ofgera. Ferill Davíðs minnir nú helst á stórbrotna tragedíu eftir Shakespeare - Harmleikurinn um Davíð haftaprins. Ungur eldhugi, með hollráð frá ömmu sinni í veganesti og hugsjónir um að kollvarpa samfélagi hafta og helsis, vinnur sigur í baráttu sinni og fær metnaði sínum svalað. Valdið hins vegar gleypir hann og leiðir til glötunar; áður en yfir lýkur stendur hugsjónamaðurinn uppi sem einvaldur hins nýja haftasamfélags, með alla þræði og skömmtunarseðla í hendi sér. Hann sýnir heldur ekki á sér neitt fararsnið. Nei, nú segist Davíð vera svo ungur og uppfullur af þreki að ef hann yrði rekinn úr Seðlabankanum myndi hann demba sér aftur í pólitík. Honum þykir líklega útreiðin sem hann hlaut í kosningnum 2003 ekki nógu afdráttarlaus. En það ber að fagna þessu tilboði. Ef einhver á skilið að fá að gangast undir fallöxi kjörklefans er það Davíð. Ég ragmana Davíð, að gera alvöru úr hótun sinni. Og ég vona að Geir Haarde, forsætisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, leggi sitt af mörkum til að svo megi verða. Rektu hann, Geir. Gefðu okkur tækifæri til að kveða niður þennan gangná í eitt skipti fyrir öll.