Sund styrkir sjálfstraust 24. júlí 2008 06:00 „Sundið er mikilvægur hluti af íslenskri menningu,“ segir Amal Tamimi framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. Fréttablaðið/Vilhelm. Jafnréttishús í samstarfi við Sundhöll Hafnarfjarðar efnir til sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna og hefst það 26. júlí kl. 13. Algengt er að konur sem hingað hafa flust úr fjarlægum löndum kunni ekki að synda. Þar með eru þær útilokaðar frá þeirri ágætu íþrótt og þeim félagsskap sem sundinu fylgir. Jafnréttishúsi þykir því tilhlýðilegt að bjóða upp á sundnámskeið í samstarfi við sundlaugarnar fyrir konur af erlendu bergi brotnar. Fyrsti tíminn er nú á laugardaginn, 26. júlí í Sundhöll Hafnarfjarðar og áformað er að halda slík námskeið einnig í Grindavík og Breiðholti. „Sund er mikilvægur hluti af íslenskri menningu og við viljum gefa konunum kost á að kynnast því,“ segir Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. „Fyrir utan að styrkja líkamann með því eflir það sjálfstraust þeirra og eykur félagsþroska því þar blandar fólk geði hvert við annað.“ - gun Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Jafnréttishús í samstarfi við Sundhöll Hafnarfjarðar efnir til sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna og hefst það 26. júlí kl. 13. Algengt er að konur sem hingað hafa flust úr fjarlægum löndum kunni ekki að synda. Þar með eru þær útilokaðar frá þeirri ágætu íþrótt og þeim félagsskap sem sundinu fylgir. Jafnréttishúsi þykir því tilhlýðilegt að bjóða upp á sundnámskeið í samstarfi við sundlaugarnar fyrir konur af erlendu bergi brotnar. Fyrsti tíminn er nú á laugardaginn, 26. júlí í Sundhöll Hafnarfjarðar og áformað er að halda slík námskeið einnig í Grindavík og Breiðholti. „Sund er mikilvægur hluti af íslenskri menningu og við viljum gefa konunum kost á að kynnast því,“ segir Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. „Fyrir utan að styrkja líkamann með því eflir það sjálfstraust þeirra og eykur félagsþroska því þar blandar fólk geði hvert við annað.“ - gun
Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira