Partasala í molum 19. júlí 2008 06:00 Svo virðist sem Íslendingar hafi takmarkaðan áhuga á að halda við gömlum bílum á meðan erlendir ríkisborgarar flykkjast í Vöku í varahlutaleit.Fréttablaðið/anton Fáar bílapartasölur eru orðnar eftir í Reykjavík enda húsnæði dýrt. Íslendingar velja heldur nýja bíla en að gera við gamla á meðan innflytjendur flykkjast í Vöku. Bílapartasölum hefur fækkað mikið á Reykjarvíkursvæðinu á undanförnum árum. Hægt er að telja þær sem eftir eru á fingrum annarrar handar, en svo virðist sem dýrt húsnæði sé helsta orsök flóttans. Eigendur partasalanna leita út fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem þeir koma sér upp aðstöðu undir berum himni á mun ódýrari lóðum. „Það er enginn rekstrargrundvöllur fyrir partasölu í húsi hér í Reykjavík lengur,“ segir Hjálmar Hlöðversson, eigandi Bílakringlunnar, einnar af síðustu partasölum Reykjavíkur. „Það eru margir að gefast upp og sjálfur ætla ég brátt að snúa mér að öðru.“ Það er ekki einungis hátt húsnæðisverð sem gerir rekstrarumhverfi margra partasala erfitt. Verð á vinnustund á verkstæðum fælir marga frá því að láta gera við gamla bíla með varahlutum frá partasölum. Geti eigendur ekki gert við bílinn sjálfir getur í mörgum tilfellum borgað sig að fá annan notaðan bíl í nothæfu ástandi. Framboðið er gríðarlegt og einfalt að taka yfir lán án þess að þurfa að greiða út krónu. Vandinn leggst ekki jafnhart á allar partasölur. Steinar Már Gunnsteinsson, verkefnastjóri Vöku, tekur í sama streng og Hjálmar og segir að vissulega þjaki ákveðinn húsnæðisvandi partasölur. Hann segist þó ekki hafa orðið var við samdrátt, nema síður sé. „Við fáum reyndar færri Íslendinga til okkar, en síðustu tvö ár hefur erlendum viðskiptavinum fjölgað mikið. Þeir eru mun duglegri en heimamenn að bjarga sér og rífa sjálfir þá varahluti sem þeir þurfa úr bílum hér,“ segir Steinar. Hvort sem samdrátturinn sem þjóðin gengur í gegnum nú á eftir að skila sér í lengri lífdögum notaðra bíla skal ósagt látið. Það verður þó að teljast harla líklegt meðan framboð notaðra bíla er slíkt að dæmi eru þess að fólk borgi með bílum sínum, einfaldlega til að losna við skuldabyrðina. tryggvi@frettabladid.is Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fáar bílapartasölur eru orðnar eftir í Reykjavík enda húsnæði dýrt. Íslendingar velja heldur nýja bíla en að gera við gamla á meðan innflytjendur flykkjast í Vöku. Bílapartasölum hefur fækkað mikið á Reykjarvíkursvæðinu á undanförnum árum. Hægt er að telja þær sem eftir eru á fingrum annarrar handar, en svo virðist sem dýrt húsnæði sé helsta orsök flóttans. Eigendur partasalanna leita út fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem þeir koma sér upp aðstöðu undir berum himni á mun ódýrari lóðum. „Það er enginn rekstrargrundvöllur fyrir partasölu í húsi hér í Reykjavík lengur,“ segir Hjálmar Hlöðversson, eigandi Bílakringlunnar, einnar af síðustu partasölum Reykjavíkur. „Það eru margir að gefast upp og sjálfur ætla ég brátt að snúa mér að öðru.“ Það er ekki einungis hátt húsnæðisverð sem gerir rekstrarumhverfi margra partasala erfitt. Verð á vinnustund á verkstæðum fælir marga frá því að láta gera við gamla bíla með varahlutum frá partasölum. Geti eigendur ekki gert við bílinn sjálfir getur í mörgum tilfellum borgað sig að fá annan notaðan bíl í nothæfu ástandi. Framboðið er gríðarlegt og einfalt að taka yfir lán án þess að þurfa að greiða út krónu. Vandinn leggst ekki jafnhart á allar partasölur. Steinar Már Gunnsteinsson, verkefnastjóri Vöku, tekur í sama streng og Hjálmar og segir að vissulega þjaki ákveðinn húsnæðisvandi partasölur. Hann segist þó ekki hafa orðið var við samdrátt, nema síður sé. „Við fáum reyndar færri Íslendinga til okkar, en síðustu tvö ár hefur erlendum viðskiptavinum fjölgað mikið. Þeir eru mun duglegri en heimamenn að bjarga sér og rífa sjálfir þá varahluti sem þeir þurfa úr bílum hér,“ segir Steinar. Hvort sem samdrátturinn sem þjóðin gengur í gegnum nú á eftir að skila sér í lengri lífdögum notaðra bíla skal ósagt látið. Það verður þó að teljast harla líklegt meðan framboð notaðra bíla er slíkt að dæmi eru þess að fólk borgi með bílum sínum, einfaldlega til að losna við skuldabyrðina. tryggvi@frettabladid.is
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira