Atvinnubætur Einar Már Jónsson skrifar 17. desember 2008 06:00 Þegar rætt er um nytsemi Evrópusambandsins vill það oft gleymast, að ofan á allt annað er það eitt hið voldugasta tæki í baráttunni gegn atvinnuleysi, og hefur gegnum tíðina stuðlað mjög að úrbótum í þeim efnum. Ástandið gæti oft og tíðum verið ískyggilegt ef þess nyti ekki við. Þegar ég segi þetta á ég að sjálfsögðu við það atvinnuleysi sem skiptir máli og er alvarlegt í raun og veru, en það er atvinnuleysi stjórnmálamanna. Reynslan hefur sýnt, að þegar stjórnmálamaður er kominn í þá stöðu að hvergi er neitt rúm fyrir hann lengur í pólitíkinni, aðrir hafa brýna þörf fyrir plássið, og kannske eru kjósendur hættir að skilja hæfileika hans, en hann á samt einhverja stuðningsmenn sem gætu verið með uppsteit, er jafnan hægt að finna gott jobb handa honum í Brussel, eða þá Strassborg. Og þar er hann jafnan til friðs, fyrir aðra stjórnmálamenn meina ég. Þannig var t.d. hægt að koma í veg fyrir að Michel Rocard lenti í nokkru klandri eða gerði óskunda. Þegar hann var kominn í minnihluta í franska sósíalistaflokknum, eftir ítrekaðar tilraunir til að komast þar til valda, varð hann þingmaður í forgylltum sölum Evrópuþingsins í Strassborg og hefur verið það síðan. Reyndar gerist það mjög sjaldan að fjölmiðlar segi frá því sem þar fer fram, en Rocard minnir öðru hverju á sig með blaðagreinum, sem vera má að einhverjir lesi, og hann situr í nefndum fyrir Sarkozy, sem þarf á sósíalistum að halda í slík störf, þótt ítök Rocards í flokknum séu í nánd við núllpunktinn. En með þessu móti eru allir vel settir. Edith Cresson er þó sennilega enn betra dæmi. Þegar hún var búin að koma sér svo mjög út úr húsi hjá frönskum almenningi, aðeins fáum mánuðum eftir að Mitterand gerði hana að forsætisráðherra, að það varð að fjarlægja hana áður en eitthvað enn verra hlytist af, var hún umsvifalaust gerð að kommissar í Brussel. Og mörg fleiri slík dæmi mætti nefna. Einn mikill kostur við þetta er sá, að í Brussel eru starfsskilyrði með allra besta móti. Þar eru engir leiðinlegir og smámunasamir kjósendur sem vilja vera með nefið ofan í öllu og gera athugasemdir um hitt og þetta, og fjölmiðlamenn spyrja aldrei neinna óþægilegra spurninga, ef þeir sjást. Það er ekki annað að gera en sitja í ró og næði á skrifstofum með þykkum teppum og gefa út tilskipanir sem allir verða að sitja og standa eftir. Þetta hefur ýmsum verið kunnugt um stund, enda frá slíkum málum sagt í fjölmiðlum. En samkvæmt grein sem birtist fyrir nokkru í franska dagblaðinu „Le Monde" eru þessar atvinnubætur enn víðtækari en nokkurn hafði grunað. Vegna þeirrar miklu reynslu og þekkingar sem háttsettir starfsmenn Evrópusambandsins afla sér og ekki síst vegna þeirra fjölmörgu sambanda sem þeir öðlast innan stofnana þess - það heitir á frönsku fjölmiðlamáli að þeir hafi þykkar og þéttskrifaðar adressubækur - eru þeir afskaplega eftirsóttir og því fá þeir gjarnan girnileg atvinnutilboð, ekki síst hjá fyrirtækjum, samsteypum og grúppum sem eiga einhver bein skipti við Evrópusambandið. Og ef þeir taka slíkum tilboðum er um leið komin staða fyrir einhvern annan sem þarf af einhverjum ástæðum að draga sig í hlé úr amstri síns heimalands. Um þetta nefnir franska dagblaðið allmörg dæmi. Það var t.d. Martin Bangemann, Evrópukommissar í fjarskiptum alls konar, sem réð sig skyndilega til spænska fyrirtækisins „Telefonica", eins hins mikilvægasta á sínu sviði; það var Mario Monti, Evrópukommissar varðandi samkeppni, sem gerðist ráðgjafi bandaríska bankans Goldman Sachs; og það var maltneskur diplómat hjá Evrópusambandinu, John Vassallo, sem fór fyrst yfir til General Electric en tók svo að sér að vinna fyrir Microsoft, en Microsoft hefur lengi átt í deilum og málaferlum við Evrópusambandið, sem kunnugt er. Þannig heldur blaðið áfram. En þetta mikla framlag í þágu atvinnu hefur almenningur í Evrópu átt erfitt með að skilja og meta. Þess í stað einblínir hann á þær tilskipanir sem berast út úr skrifstofunum með þykku teppunum. Og áður en kreppan hófst í Bandaríkjunum og dró að sér alla athygli, festu Fransmenn gjarnan hugann við það, að áformin um að einkavæða póstþjónustu í landinu, sem mikill hluti manna var andvígur og taldi í meira lagi skaðleg, voru gerð samkvæmt tilskipun frá Brussel, og því var ekki hægt að hverfa frá þeim. Það var af slíkum ástæðum sem kjósendur í Frakklandi tóku upp á þeirri fávisku að segja „nei" í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá Evrópu. En stjórnmálamenn, sem sáu lengra, höfðu vit fyrir þjóðinni á skyndifundi í franska þinginu. Því baráttan gegn atvinnuleysi verður að sitja í fyrirrúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun
Þegar rætt er um nytsemi Evrópusambandsins vill það oft gleymast, að ofan á allt annað er það eitt hið voldugasta tæki í baráttunni gegn atvinnuleysi, og hefur gegnum tíðina stuðlað mjög að úrbótum í þeim efnum. Ástandið gæti oft og tíðum verið ískyggilegt ef þess nyti ekki við. Þegar ég segi þetta á ég að sjálfsögðu við það atvinnuleysi sem skiptir máli og er alvarlegt í raun og veru, en það er atvinnuleysi stjórnmálamanna. Reynslan hefur sýnt, að þegar stjórnmálamaður er kominn í þá stöðu að hvergi er neitt rúm fyrir hann lengur í pólitíkinni, aðrir hafa brýna þörf fyrir plássið, og kannske eru kjósendur hættir að skilja hæfileika hans, en hann á samt einhverja stuðningsmenn sem gætu verið með uppsteit, er jafnan hægt að finna gott jobb handa honum í Brussel, eða þá Strassborg. Og þar er hann jafnan til friðs, fyrir aðra stjórnmálamenn meina ég. Þannig var t.d. hægt að koma í veg fyrir að Michel Rocard lenti í nokkru klandri eða gerði óskunda. Þegar hann var kominn í minnihluta í franska sósíalistaflokknum, eftir ítrekaðar tilraunir til að komast þar til valda, varð hann þingmaður í forgylltum sölum Evrópuþingsins í Strassborg og hefur verið það síðan. Reyndar gerist það mjög sjaldan að fjölmiðlar segi frá því sem þar fer fram, en Rocard minnir öðru hverju á sig með blaðagreinum, sem vera má að einhverjir lesi, og hann situr í nefndum fyrir Sarkozy, sem þarf á sósíalistum að halda í slík störf, þótt ítök Rocards í flokknum séu í nánd við núllpunktinn. En með þessu móti eru allir vel settir. Edith Cresson er þó sennilega enn betra dæmi. Þegar hún var búin að koma sér svo mjög út úr húsi hjá frönskum almenningi, aðeins fáum mánuðum eftir að Mitterand gerði hana að forsætisráðherra, að það varð að fjarlægja hana áður en eitthvað enn verra hlytist af, var hún umsvifalaust gerð að kommissar í Brussel. Og mörg fleiri slík dæmi mætti nefna. Einn mikill kostur við þetta er sá, að í Brussel eru starfsskilyrði með allra besta móti. Þar eru engir leiðinlegir og smámunasamir kjósendur sem vilja vera með nefið ofan í öllu og gera athugasemdir um hitt og þetta, og fjölmiðlamenn spyrja aldrei neinna óþægilegra spurninga, ef þeir sjást. Það er ekki annað að gera en sitja í ró og næði á skrifstofum með þykkum teppum og gefa út tilskipanir sem allir verða að sitja og standa eftir. Þetta hefur ýmsum verið kunnugt um stund, enda frá slíkum málum sagt í fjölmiðlum. En samkvæmt grein sem birtist fyrir nokkru í franska dagblaðinu „Le Monde" eru þessar atvinnubætur enn víðtækari en nokkurn hafði grunað. Vegna þeirrar miklu reynslu og þekkingar sem háttsettir starfsmenn Evrópusambandsins afla sér og ekki síst vegna þeirra fjölmörgu sambanda sem þeir öðlast innan stofnana þess - það heitir á frönsku fjölmiðlamáli að þeir hafi þykkar og þéttskrifaðar adressubækur - eru þeir afskaplega eftirsóttir og því fá þeir gjarnan girnileg atvinnutilboð, ekki síst hjá fyrirtækjum, samsteypum og grúppum sem eiga einhver bein skipti við Evrópusambandið. Og ef þeir taka slíkum tilboðum er um leið komin staða fyrir einhvern annan sem þarf af einhverjum ástæðum að draga sig í hlé úr amstri síns heimalands. Um þetta nefnir franska dagblaðið allmörg dæmi. Það var t.d. Martin Bangemann, Evrópukommissar í fjarskiptum alls konar, sem réð sig skyndilega til spænska fyrirtækisins „Telefonica", eins hins mikilvægasta á sínu sviði; það var Mario Monti, Evrópukommissar varðandi samkeppni, sem gerðist ráðgjafi bandaríska bankans Goldman Sachs; og það var maltneskur diplómat hjá Evrópusambandinu, John Vassallo, sem fór fyrst yfir til General Electric en tók svo að sér að vinna fyrir Microsoft, en Microsoft hefur lengi átt í deilum og málaferlum við Evrópusambandið, sem kunnugt er. Þannig heldur blaðið áfram. En þetta mikla framlag í þágu atvinnu hefur almenningur í Evrópu átt erfitt með að skilja og meta. Þess í stað einblínir hann á þær tilskipanir sem berast út úr skrifstofunum með þykku teppunum. Og áður en kreppan hófst í Bandaríkjunum og dró að sér alla athygli, festu Fransmenn gjarnan hugann við það, að áformin um að einkavæða póstþjónustu í landinu, sem mikill hluti manna var andvígur og taldi í meira lagi skaðleg, voru gerð samkvæmt tilskipun frá Brussel, og því var ekki hægt að hverfa frá þeim. Það var af slíkum ástæðum sem kjósendur í Frakklandi tóku upp á þeirri fávisku að segja „nei" í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá Evrópu. En stjórnmálamenn, sem sáu lengra, höfðu vit fyrir þjóðinni á skyndifundi í franska þinginu. Því baráttan gegn atvinnuleysi verður að sitja í fyrirrúmi.
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun