Alla söguna takk Jón Kaldal skrifar 30. nóvember 2008 06:00 Krafan um að rannsóknin á hruni bankanna nái líka yfir aðdraganda einkavæðingar þeirra er sanngjörn. Í raun er bráðnauðsynlegt að Alþingi taki af öll tvímæli um að sá kafli verði hluti af starfslýsingu fyrirhugaðrar rannsóknarnefndar. Ef ekki, verður aðeins hálf sagan til skoðunar. Tvær meginástæður eru fyrir því að fara verður ofan í saumana á því hvernig staðið var að einkavæðingu gömlu ríkisbankanna. Sú fyrri er að á næstu misserum og árum liggur fyrir að ýmis fyrirtæki, sem eru lent eða munu lenda í eigu ríkisins, þarf að einkavæða á nýjan leik. Þar með talið einhverja, eða alla, stóru bankana þrjá. Hvernig staðið var að einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans á sínum tíma, verður að vera víti til varnaðar. Sú framkvæmd er í raun handbók um hvernig á ekki að standa að sölu ríkisfyrirtækja. Enda varð afraksturinn stórkostlegt tjón fyrir núlifandi Íslendinga og komandi kynslóðir. Hin ástæðan, og ekki veigaminni, er að hrunið getur gefið okkur tækifæri til að byggja upp nýtt samfélag laust við pólitíska fyrirgreiðslu og klíkuskap. Til þess að af því geti orðið verður að fara fram heiðarlegt uppgjör við fortíðina. Annars er hætta á því að við spólum okkur beint aftur í sama hjólfarið, þar sem stjórnmálaflokkar skipta á milli sín helstu gæðum samfélagsins. Einkavæðing Landsbanka og Búnaðarbanka á sínum tíma var einmitt óvenjuósvífið dæmi um slíka útdeilingu. Höfundar og ábyrgðarmenn á því verki voru forystumenn Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks, sem þá fóru með ríkisstjórn landsins. Í orði kveðnu átti framkvæmdanefnd um einkavæðingu að móta hvernig staðið yrði að sölu ríkisbankanna, en þegar til kastanna kom tók af henni völdin ráðherranefnd, sem í sátu Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, þá fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, þá viðskiptaráðherra. Það var val þessara ráðherra að áhrifamenn í Framsóknarflokknum fengju Búnaðarbankann og að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við," eins og það er orðað í grein Styrmis Gunnarssonar um Davíð Oddsson í bókinni Forsætisráðherrar Íslands. Engin ástæða er til að efast um að Davíð sjálfur er þarna heimildamaðurinn sem og að þessum orðum úr sömu bók: „sú ákvörðun hans að selja Björgólfi Guðmundssyni og samstarfsmönnum hans ráðandi hlut í Landsbankanum er ein örlagaríkasta ákvörðun sem hann hefur tekið á stjórnmálaferli sínum." Hefur það heldur betur gengið eftir. Þó örugglega á annan hátt en greinarhöfundur og heimildamaðurinn ætluðu. Það er líka ástæða til að rifja upp að í aðdraganda einkavæðingar bankanna lýsti Davíð Oddsson því margoft yfir að mikilvægt væri að eignarhald í bönkunum yrði dreift svo þeir yrðu sem hlutlausastir gagnvart viðskiptalífinu. Ef þeirri skynsamlegu stefnu hefði verið fylgt má ætla að öðruvísi væri nú komið fyrir íslensku efnahagslífi. En þegar til kastanna kom tóku Davíð og ráðherranefnd framsóknar- og sjálfstæðismanna u-beygju og kusu að koma bönkunum í þröngt eignarhald manna sem nutu velvildar flokkanna. Voru þar hagsmunir þessara tveggja flokka settir framar heilbrigði samfélagsins. Slíkum hugsunarhætti verður að útrýma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Krafan um að rannsóknin á hruni bankanna nái líka yfir aðdraganda einkavæðingar þeirra er sanngjörn. Í raun er bráðnauðsynlegt að Alþingi taki af öll tvímæli um að sá kafli verði hluti af starfslýsingu fyrirhugaðrar rannsóknarnefndar. Ef ekki, verður aðeins hálf sagan til skoðunar. Tvær meginástæður eru fyrir því að fara verður ofan í saumana á því hvernig staðið var að einkavæðingu gömlu ríkisbankanna. Sú fyrri er að á næstu misserum og árum liggur fyrir að ýmis fyrirtæki, sem eru lent eða munu lenda í eigu ríkisins, þarf að einkavæða á nýjan leik. Þar með talið einhverja, eða alla, stóru bankana þrjá. Hvernig staðið var að einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans á sínum tíma, verður að vera víti til varnaðar. Sú framkvæmd er í raun handbók um hvernig á ekki að standa að sölu ríkisfyrirtækja. Enda varð afraksturinn stórkostlegt tjón fyrir núlifandi Íslendinga og komandi kynslóðir. Hin ástæðan, og ekki veigaminni, er að hrunið getur gefið okkur tækifæri til að byggja upp nýtt samfélag laust við pólitíska fyrirgreiðslu og klíkuskap. Til þess að af því geti orðið verður að fara fram heiðarlegt uppgjör við fortíðina. Annars er hætta á því að við spólum okkur beint aftur í sama hjólfarið, þar sem stjórnmálaflokkar skipta á milli sín helstu gæðum samfélagsins. Einkavæðing Landsbanka og Búnaðarbanka á sínum tíma var einmitt óvenjuósvífið dæmi um slíka útdeilingu. Höfundar og ábyrgðarmenn á því verki voru forystumenn Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks, sem þá fóru með ríkisstjórn landsins. Í orði kveðnu átti framkvæmdanefnd um einkavæðingu að móta hvernig staðið yrði að sölu ríkisbankanna, en þegar til kastanna kom tók af henni völdin ráðherranefnd, sem í sátu Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, þá fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, þá viðskiptaráðherra. Það var val þessara ráðherra að áhrifamenn í Framsóknarflokknum fengju Búnaðarbankann og að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við," eins og það er orðað í grein Styrmis Gunnarssonar um Davíð Oddsson í bókinni Forsætisráðherrar Íslands. Engin ástæða er til að efast um að Davíð sjálfur er þarna heimildamaðurinn sem og að þessum orðum úr sömu bók: „sú ákvörðun hans að selja Björgólfi Guðmundssyni og samstarfsmönnum hans ráðandi hlut í Landsbankanum er ein örlagaríkasta ákvörðun sem hann hefur tekið á stjórnmálaferli sínum." Hefur það heldur betur gengið eftir. Þó örugglega á annan hátt en greinarhöfundur og heimildamaðurinn ætluðu. Það er líka ástæða til að rifja upp að í aðdraganda einkavæðingar bankanna lýsti Davíð Oddsson því margoft yfir að mikilvægt væri að eignarhald í bönkunum yrði dreift svo þeir yrðu sem hlutlausastir gagnvart viðskiptalífinu. Ef þeirri skynsamlegu stefnu hefði verið fylgt má ætla að öðruvísi væri nú komið fyrir íslensku efnahagslífi. En þegar til kastanna kom tóku Davíð og ráðherranefnd framsóknar- og sjálfstæðismanna u-beygju og kusu að koma bönkunum í þröngt eignarhald manna sem nutu velvildar flokkanna. Voru þar hagsmunir þessara tveggja flokka settir framar heilbrigði samfélagsins. Slíkum hugsunarhætti verður að útrýma.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun