Viðskipti innlent

Íslandspóstur og Verslanir Hans Petersen hefja samstarf

Jóhann Friðrik Ragnarsson framkvæmdarstjóri VHP, Hörður Jónsson framkvæmdastjóri pósthúsasviðs Íslandspósts og Geir Gígja sölu- og markaðsstjóri VHP.
Jóhann Friðrik Ragnarsson framkvæmdarstjóri VHP, Hörður Jónsson framkvæmdastjóri pósthúsasviðs Íslandspósts og Geir Gígja sölu- og markaðsstjóri VHP.

Verslanir Hans Petersen og Íslandspóstur hafa hafið samstarf um framköllunarþjónustu í pósthúsinu að Síðumúla. Þangað er hægt að koma með myndir í framköllun en á pósthúsinu verða til sölu vörur til sölu vörur tengdar ljósmyndum svo sem rammar, albúm, filmur, rafhlöður og fleira.

,,Í fyrstu er samstarfið einungis bundið við afgreiðslu okkar í Síðumúla og í ljósi reynslunnar þar mun verða skoðað með frekara samstarf milli fyrirtækjanna. Í grunninn er þessi starfsemi fyrir Verslanir Hans Petersen sem Íslandspóstur tekur að sér móttaka, flutningur og afhending sem er okkar sérsvið. Að því leyti fellur þetta vel að okkar starfsemi í dag" segir Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri pósthúsasviðs hjá Íslandspósti, í tilkynningu.

Forsvarsmenn Verslana Hans Petersen eru bjartsýnir á að samstarfið eigi eftir að ganga vel og eru ánægðir að samningar hafa tekist á milli fyrirtækjanna, að sögn Jóhanns Friðriks Ragnarssonar framkvæmdastjóri Verslana Hans Petersen.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×