Kvennalið Vals vann í dag 8-1 stórsigur á liði Cardiff frá Wales í riðli sínum í Evrópukeppninni sem leikinn er í Slóvakíu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í leiknum og hafði Valsliðið yfir 5-1 í hálfleik.
Dóra María Lárusdóttir skoraði tvö mörk í leiknum og þær Rakel Logadóttir og Málfríður Sigurðardóttir sitt markið hvor.
Þetta var fyrsti leikur Valsliðsins í riðlakeppninni en næsti leikur liðsins er gegn heimaliðinu Dusla Sala á laugardaginn.