Körfubolti

Dourisseau sigraði í troðkeppninni

Jason Dourisseau
Jason Dourisseau Mynd/Stefán

KR-ingurinn Jason Dourisseau hjá KR varð í dag troðkóngur á Stjörnuleik KKÍ.

Þrír keppendur voru skráðir til leiks í keppninni, þeir Dourisseau, Sveinn Davíðsson úr Skallagrími og Jerry Cheves frá Hetti á Egilsstöðum.

Allir keppendurnir fengu 45 sekúndur til að troða og var besta troðsla hvers keppanda látin gilda. Þeir Dourisseau og Cheves komust í úrslit og svo fór að lokum að KR-ingurinn hafði betur í úrslitunum.

Þriggja-manna dómnefnd sá um að dæma en þeir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari U-18 karla, Sigurður Ingimundarson, þjálfari A-liðs karla, og LaKiste Barkus, leikmaður Hamars og besti leikmaður Stjörnuleiks kvenna 2008 voru í dómnefnd.

Forkeppni:

Jason Dourisseau 13 stig

Jerry Cheves 12 stig

Sveinn Davíðsson 10 stig

Úrslit:

Jason Dourisseau 13 stig

Jerry Cheves 11 stig






Fleiri fréttir

Sjá meira


×