Lífið

Britney sótt á sjúkrabíl til geðrannsóknar

Sjúkrabíll sótti Britney Spears að heimili hennar í Beverly Hills í nótt og flutti hana á Cedars-Sinai sjúkrahúsið til geðrannsóknar. Britney var heima í annarlegu ástandi með syni sína tvo þegar lögregla hugðist sækja þá og skila þeim til föður síns. Á tímabili var fjöldi lögreglumanna, slökkvilið, tveir sjúkrabílar og lögregluþyrla á staðnum, en engan sakaði í atgangnum.

Yngri sonur söngkonunnar  Jayden James var einnig fluttur á brott í sjúkrabíl en ekki fengust upplýsingar um hvers vegna.

Kveikjan að málinu var að Britney neitaði að láta synina af hendi þegar lífvörður fyrrverandi eiginmanns hennar, Kevins Federline, ætlaði að sækja þá. Britney missti tímabundið forræði yfir sonunum í haust og hefur einungis umgengnisrétt yfir sonunum. Lögregla var því kölluð til, en þegar hún kom til að sækja börnin reyndist söngkonan undir áhrifum lyfja.

Fyrr um daginn hafði Britney mætt einum og hálfum tíma of seint fyrir rétt þar sem fjalla átti um forræðisdeilu þeirra hjóna. Lögfræðingar hennar voru viðstaddir, þrátt fyrir að hafa fyrr í vikunni sagt upp störfum vegna samstarfsörðugleika við söngkonuna.

Læknar við Cedars-Sinai sjúkrahúsið munu ákveða hvort þeir nýti lög í Kaliforníu sem leyfir læknum að halda sjúklingum í 72 klukkutíma vegna geðrannsóknar.

Hér að ofan má sjá myndbrot frá KTLA sjónvarpsstöðinni sem sýnir þegar Britney var flutt á sjúkrahúsið. Eins og myndirnar bera með sér er atgangur ljósmyndara mikill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.