Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 4. janúar 2008 15:49 Baltasar Kormákur MYND/Frétt Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri," segir Baltasar, en það var ein hugmynda sem kom fram í verkefninu Kvikmyndaborgin Reykjavík. „Ég hef lýst yfir áhuga á því að vera leiðandi aðili í verkefninu en vil fá sem flesta sem starfa í geiranum til þess að koma að þessu," segir Baltasar. Málið var eitt þess sem rætt var á óformlegum hádegisverðarfundi Baltasars og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra skömmu fyrir áramót. Með þeim á fundinum voru leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth, en það var einmitt sá síðarnefndi sem sagði frá hugmyndum Baltasars í viðtali við Ragnhildi Magnúsdóttur á Bylgjunni fyrr í dag. Þeir eru mjög hrifinir af hugmyndinni og hafa báðir lýst yfir áhuga á að nýta sér aðstöðuna. Dagur sagði í samtali við Vísi að málið hafi verið í skoðun í nokkurn tíma sem hluti af Kvikmyndaborginni Reykjavík. Hann á von á því að á næstu vikum verði tilkynntar næstu aðgerðir í því verkefni. Þær séu meðal annars um að eflingu kvikmyndahátíðarinnar og það að koma á fót stofnun sem kvikmyndaframleiðendur gætu leitað til varðandi þau atriði sem koma upp við framleiðslu og tökur bíómynda, svo sem ef loka þarf götum eða þvílíku. Kvikmyndaverið er fyrst og fremst hugsað fyrir innlendan markað en Baltasar segir það þó vel inn í myndinni að það geti laðað að sér erlenda framleiðendur. Í tengslum við erlendar kvikmyndir komi hingað mikið af hæfu fólki sem myndi með tilkomu kvikmyndaþorps starfa nánar með íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Myndi kvikmyndaþorpið þannig hjálpa til að styrkja tengsl þar á milli. „Aðallega er þetta gert til að þessi bransi geti vaxið og dafnað." Baltasar segir það afar mikilvægt að kvikmyndaver á borð við þetta yrði í Reykjavík og helst sem næst miðbænum. Þar vilji fólk helst vera og það sé frumforsenda þess að fólk nýti sér aðstöðuna. Þá sé geti það gert framleiðendum mun auðveldara fyrir að laða stjörnur að verkefnunum. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri," segir Baltasar, en það var ein hugmynda sem kom fram í verkefninu Kvikmyndaborgin Reykjavík. „Ég hef lýst yfir áhuga á því að vera leiðandi aðili í verkefninu en vil fá sem flesta sem starfa í geiranum til þess að koma að þessu," segir Baltasar. Málið var eitt þess sem rætt var á óformlegum hádegisverðarfundi Baltasars og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra skömmu fyrir áramót. Með þeim á fundinum voru leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth, en það var einmitt sá síðarnefndi sem sagði frá hugmyndum Baltasars í viðtali við Ragnhildi Magnúsdóttur á Bylgjunni fyrr í dag. Þeir eru mjög hrifinir af hugmyndinni og hafa báðir lýst yfir áhuga á að nýta sér aðstöðuna. Dagur sagði í samtali við Vísi að málið hafi verið í skoðun í nokkurn tíma sem hluti af Kvikmyndaborginni Reykjavík. Hann á von á því að á næstu vikum verði tilkynntar næstu aðgerðir í því verkefni. Þær séu meðal annars um að eflingu kvikmyndahátíðarinnar og það að koma á fót stofnun sem kvikmyndaframleiðendur gætu leitað til varðandi þau atriði sem koma upp við framleiðslu og tökur bíómynda, svo sem ef loka þarf götum eða þvílíku. Kvikmyndaverið er fyrst og fremst hugsað fyrir innlendan markað en Baltasar segir það þó vel inn í myndinni að það geti laðað að sér erlenda framleiðendur. Í tengslum við erlendar kvikmyndir komi hingað mikið af hæfu fólki sem myndi með tilkomu kvikmyndaþorps starfa nánar með íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Myndi kvikmyndaþorpið þannig hjálpa til að styrkja tengsl þar á milli. „Aðallega er þetta gert til að þessi bransi geti vaxið og dafnað." Baltasar segir það afar mikilvægt að kvikmyndaver á borð við þetta yrði í Reykjavík og helst sem næst miðbænum. Þar vilji fólk helst vera og það sé frumforsenda þess að fólk nýti sér aðstöðuna. Þá sé geti það gert framleiðendum mun auðveldara fyrir að laða stjörnur að verkefnunum.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira